Það eina sem þarf er dásamlegi silkimjúki Oatly hafrasmurosturinn og svo er bætt við hann þremur hráefnum sem færa hann upp á enn æðra stig.
Merjið hvítlaukinn.
Hrærið smurostinn upp og bætið hvítlauk, salti og steinselju út í og hrærið vel saman.
Gott að leyfa að standa í eins og 30 mínútur en þarf samt ekki.
Að dýfa svo snakki að eigin vali, t.d. Maarud ofan í er bara geggjað combo og ég sver að hér lá heimilisfólkið í þessu þar til það kláraðist upp til agna, bæði ídýfan og snakkið, en bæði er bara svakalega gott.
Engan grunaði að þetta væri gert úr mjólkurlausum hafrasmurosti.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki