fbpx

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Marinering á Bleikjuna
 1/2 dl sojasósa
 1 dl Cai P olía Original
 2 tsk chiliflögur
 1 msk hunang
 1 msk lime safi
 Börkur af 1 lime
 klípa af salti og svörtum pipar
Burritoin
 1 pakki Mission Wraps vefjur með grillröndinni
 3 bleikjuflök
 1 poki spínat
 1 askja Philadelphia með hvítlauk og jurtum
 1 dós sýrður með habanero
 1 krukka salsa sósa
 Tabasco® sósa
 1 dós maísbaunir
 1 rauðlaukur
 1 krukka fetaostur
 1 stórt glas wholegrain Brown Basmati Tilda hrísrjón ósoðin
 2 stór glös af vatni til að sjóða grjónin í
 salt og pipar
 2 avókadó

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að sjóða grjónin með því að nota 1 stórt glas af grjónum móti 2stórum glösum af vatni, sjóðið eftir leiðbeiningum og muna að salta vel

2

Næst er að marinera bleikjuflökin

3

Blandið öllu innihaldsefnum saman úr marineringunni og hrærið vel saman

4

Gott er að hella henni svo í eldfast mót og setja flökin á hvolf ofan í

5

Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa í minnst 30 mín, yfir nótt ef þið getið er alveg fullkomið

6

Bakið svo bleikjuna í eldfasta mótinu með marineringunni í, í ofni á 190 C°blástur í 20 mín

7

Takið hana svo úr ofninum og takið roðið af

8

Skerið hana svo í bita og setjið til hliðar

9

Gott er að vera búin að skera niður rauðlauk og avókadó meðan bleikjan er í ofninum og grjónin að sjóða

10

Þegar grjónin eru til er gott að leyfa mesta hitanum að rjúka úr þeim með því að setja þau í stóra skál

11

Bætið svo út í grjónin smátt skornum rauðlauk, maísbaununum og fetaostinum og hrærið vel saman

12

Setjið næst vefjuna saman

Samsetning
13

Takið vefju og smyrjið á hana alla vel af Philadelphia osti

14

Raðið næst spínatblöðum yfir hana alla

15

Setjið vel af hrísgrjónablöndunni á, svo bleikju og avókadó ofan á

16

Setjið svo salsa sósu, sýrðan rjóma ogTabasco® yfir allt og rúllið upp

17

Mér finnst rosa gott að hafa vefjuna ofan á álpappír og vefja hann svo utan um Burritoin og skera svo í miðju, þannig helst hann vel saman og fer ekki út um allt


Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Marinering á Bleikjuna
 1/2 dl sojasósa
 1 dl Cai P olía Original
 2 tsk chiliflögur
 1 msk hunang
 1 msk lime safi
 Börkur af 1 lime
 klípa af salti og svörtum pipar
Burritoin
 1 pakki Mission Wraps vefjur með grillröndinni
 3 bleikjuflök
 1 poki spínat
 1 askja Philadelphia með hvítlauk og jurtum
 1 dós sýrður með habanero
 1 krukka salsa sósa
 Tabasco® sósa
 1 dós maísbaunir
 1 rauðlaukur
 1 krukka fetaostur
 1 stórt glas wholegrain Brown Basmati Tilda hrísrjón ósoðin
 2 stór glös af vatni til að sjóða grjónin í
 salt og pipar
 2 avókadó

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að sjóða grjónin með því að nota 1 stórt glas af grjónum móti 2stórum glösum af vatni, sjóðið eftir leiðbeiningum og muna að salta vel

2

Næst er að marinera bleikjuflökin

3

Blandið öllu innihaldsefnum saman úr marineringunni og hrærið vel saman

4

Gott er að hella henni svo í eldfast mót og setja flökin á hvolf ofan í

5

Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa í minnst 30 mín, yfir nótt ef þið getið er alveg fullkomið

6

Bakið svo bleikjuna í eldfasta mótinu með marineringunni í, í ofni á 190 C°blástur í 20 mín

7

Takið hana svo úr ofninum og takið roðið af

8

Skerið hana svo í bita og setjið til hliðar

9

Gott er að vera búin að skera niður rauðlauk og avókadó meðan bleikjan er í ofninum og grjónin að sjóða

10

Þegar grjónin eru til er gott að leyfa mesta hitanum að rjúka úr þeim með því að setja þau í stóra skál

11

Bætið svo út í grjónin smátt skornum rauðlauk, maísbaununum og fetaostinum og hrærið vel saman

12

Setjið næst vefjuna saman

Samsetning
13

Takið vefju og smyrjið á hana alla vel af Philadelphia osti

14

Raðið næst spínatblöðum yfir hana alla

15

Setjið vel af hrísgrjónablöndunni á, svo bleikju og avókadó ofan á

16

Setjið svo salsa sósu, sýrðan rjóma ogTabasco® yfir allt og rúllið upp

17

Mér finnst rosa gott að hafa vefjuna ofan á álpappír og vefja hann svo utan um Burritoin og skera svo í miðju, þannig helst hann vel saman og fer ekki út um allt

Geggjaður burrito með marineraðri bleikju, fetaosti og grjónum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Vaffla með laxiHrísgrjónavaffla með marineruðum laxi og majónesi. Frábær forréttur eða smáréttur með japönskum mat.