Vefjur eða Burrito þurfa ekki alltaf að innihalda hakk eða kjúkling. Hér höfum við marineraða bleikju í sterkum kryddlegi sem gerir þennan Burrito svo góðan.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að sjóða grjónin með því að nota 1 stórt glas af grjónum móti 2stórum glösum af vatni, sjóðið eftir leiðbeiningum og muna að salta vel
Næst er að marinera bleikjuflökin
Blandið öllu innihaldsefnum saman úr marineringunni og hrærið vel saman
Gott er að hella henni svo í eldfast mót og setja flökin á hvolf ofan í
Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa í minnst 30 mín, yfir nótt ef þið getið er alveg fullkomið
Bakið svo bleikjuna í eldfasta mótinu með marineringunni í, í ofni á 190 C°blástur í 20 mín
Takið hana svo úr ofninum og takið roðið af
Skerið hana svo í bita og setjið til hliðar
Gott er að vera búin að skera niður rauðlauk og avókadó meðan bleikjan er í ofninum og grjónin að sjóða
Þegar grjónin eru til er gott að leyfa mesta hitanum að rjúka úr þeim með því að setja þau í stóra skál
Bætið svo út í grjónin smátt skornum rauðlauk, maísbaununum og fetaostinum og hrærið vel saman
Setjið næst vefjuna saman
Takið vefju og smyrjið á hana alla vel af Philadelphia osti
Raðið næst spínatblöðum yfir hana alla
Setjið vel af hrísgrjónablöndunni á, svo bleikju og avókadó ofan á
Setjið svo salsa sósu, sýrðan rjóma ogTabasco® yfir allt og rúllið upp
Mér finnst rosa gott að hafa vefjuna ofan á álpappír og vefja hann svo utan um Burritoin og skera svo í miðju, þannig helst hann vel saman og fer ekki út um allt
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að sjóða grjónin með því að nota 1 stórt glas af grjónum móti 2stórum glösum af vatni, sjóðið eftir leiðbeiningum og muna að salta vel
Næst er að marinera bleikjuflökin
Blandið öllu innihaldsefnum saman úr marineringunni og hrærið vel saman
Gott er að hella henni svo í eldfast mót og setja flökin á hvolf ofan í
Setjið plastfilmu yfir og leyfið að standa í minnst 30 mín, yfir nótt ef þið getið er alveg fullkomið
Bakið svo bleikjuna í eldfasta mótinu með marineringunni í, í ofni á 190 C°blástur í 20 mín
Takið hana svo úr ofninum og takið roðið af
Skerið hana svo í bita og setjið til hliðar
Gott er að vera búin að skera niður rauðlauk og avókadó meðan bleikjan er í ofninum og grjónin að sjóða
Þegar grjónin eru til er gott að leyfa mesta hitanum að rjúka úr þeim með því að setja þau í stóra skál
Bætið svo út í grjónin smátt skornum rauðlauk, maísbaununum og fetaostinum og hrærið vel saman
Setjið næst vefjuna saman
Takið vefju og smyrjið á hana alla vel af Philadelphia osti
Raðið næst spínatblöðum yfir hana alla
Setjið vel af hrísgrjónablöndunni á, svo bleikju og avókadó ofan á
Setjið svo salsa sósu, sýrðan rjóma ogTabasco® yfir allt og rúllið upp
Mér finnst rosa gott að hafa vefjuna ofan á álpappír og vefja hann svo utan um Burritoin og skera svo í miðju, þannig helst hann vel saman og fer ekki út um allt