Bakaðar kartöflur fylltar með bráðnum osti og bökuðum chili baunum? Já, takk! Fullkominn réttur sem er bæði einfaldur og ótrúlega bragðgóður. Það er geggjað að toppa réttinn með graslaukssósu sem setur punktinn yfir i-ið. Ef þið viljið extra djúsí útgáfu, þá er beikon klárlega málið!

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 200°C. Vefjið kartöflunum í álpappír og bakið í um 60 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, skerið kross í miðjuna og opnið varlega.
Setjið smjör ofan í kartöfluna og blandið varlega saman með gaffli. Fyllið hana með rifnum osti og chili baunum. Stráið meiri osti yfir og setjið aftur inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og gullinbrúnn.
Blandið saman sýrðum rjóma, saxuðum graslauk, salti, pipar, hvítlauksdufti og laukdufti í litla skál.
Toppið kartöflurnar með sósunni og njótið.
Uppskrift eftir Hildi Rut
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 200°C. Vefjið kartöflunum í álpappír og bakið í um 60 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, skerið kross í miðjuna og opnið varlega.
Setjið smjör ofan í kartöfluna og blandið varlega saman með gaffli. Fyllið hana með rifnum osti og chili baunum. Stráið meiri osti yfir og setjið aftur inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og gullinbrúnn.
Blandið saman sýrðum rjóma, saxuðum graslauk, salti, pipar, hvítlauksdufti og laukdufti í litla skál.
Toppið kartöflurnar með sósunni og njótið.