Hér kemur uppskrift að fylltum kartöflum sem eru fullkomnar sem meðlæti með grillmatnum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að baka kartöflur í klukkutíma við 190°C eða þar til þær verða fullbakaðar og mjúkar að innan. Leyfið þeim að kólna aðeins.
Bakið beikonið við 200°C í 10-12 mínútur eða þar til það verður vel stökkt. Skerið það smátt.
Skerið kartöflurnar í tvennt, takið innan úr þeim með skeið (skiljið samt smá eftir inn í kartöflunum) og setjið í skál.
Bætið út í rjómaostinum, beikoninu, 1½ dl cheddar osti, ½ dl graslauk, salti og pipar og hrærið vel saman.
Fyllið kartöflurnar jafnt og þétt með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir þær.
Bakið við 190°C í 8-10 mínútur eða skellið þeim á grillið.
Toppið með sýrðum rjóma, restinni af graslauknum, beikoni og chili flögum eftir smekk. Njótið vel.
Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að baka kartöflur í klukkutíma við 190°C eða þar til þær verða fullbakaðar og mjúkar að innan. Leyfið þeim að kólna aðeins.
Bakið beikonið við 200°C í 10-12 mínútur eða þar til það verður vel stökkt. Skerið það smátt.
Skerið kartöflurnar í tvennt, takið innan úr þeim með skeið (skiljið samt smá eftir inn í kartöflunum) og setjið í skál.
Bætið út í rjómaostinum, beikoninu, 1½ dl cheddar osti, ½ dl graslauk, salti og pipar og hrærið vel saman.
Fyllið kartöflurnar jafnt og þétt með fyllingunni og stráið restinni af cheddar ostinum yfir þær.
Bakið við 190°C í 8-10 mínútur eða skellið þeim á grillið.
Toppið með sýrðum rjóma, restinni af graslauknum, beikoni og chili flögum eftir smekk. Njótið vel.