Print Options:








Fyllt brauð

Magn8 skammtar

Mjög gómsætt fyllt brauð eða „Pull apart“ brauð. Fullkominn puttamatur og tilvalið að bera fram í þeim veislum eða matarboðunum sem framundan eru. Fyllingin er einföld og gómsæt en hún samanstendur af Philadelphia rjómaosti með graslauk, mozzarella osti, cheddar osti, hvítlaukssmjöri og graslauk.

 1 stk Súrdeigsbrauð, óskorið
 200 g Philadelphia rjómaostur með graslauk/kryddi
 1,50 dl rifinn cheddar ostur
 1,50 dl rifinn mozzarella ostur
 2 msk ferskur graslaukur (má sleppa eða nota steinselju)
 30 g brætt smjör til að pensla
 1 stk hvítlauksrif
1

Skerið raufar í brauðið þannig að þær myndi kassalaga bita.

2

Blandið saman rjómaosti, 1 dl cheddar osti, 1 dl mozzarella osti og smátt skornum graslauk.

3

Smyrjið blöndunni vel í allar raufarnar.

4

Pakkið brauðinu inn í álpappír og bakið í ofni í 15-17 mínútur við 180°C.

5

Takið álpappírinn af og dreifið ½ dl mozzarella osti og ½ dl cheddar osti yfir raufarnar. Bakið í 5-10 mínútur í viðbót.

6

Takið ykkur brauðbita með því að toga í brauðið meðfram raufunum og njótið.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 8