Print Options:

Fyllltar kjúklingabringur með rjómaosti og jalapeno

 4 stk kjúklingabringur frá Rose Poultry
 200 g Philadelphia Light rjómaostur
 1 msk ferskur jalapeno smátt skorinn
 1 dl rifinn cheddar ostur + smá aukalega til að strá yfir
 2 tsk TABASCO jalapeno sósa
 salt og pipar
Sætkartöflufranskar og sósa
 1 stk sæt kartafla
 2 msk ólífuolía
 ¼ tsk pipar
 1 tsk salt flögur
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk hvítlauksduft
Ferskt avókadó salsa
 1 stk avókadó
 20 stk kokteiltómatar
 ½ stk safi úr lime
 smátt skorið kóríander eftir smekk
1

Byrjið á því að hræra saman rjómaosti, rifnum cheddar osti, ferskum jalapeno, TABASCO sósu, salti og pipar

2

Snyrtið kjúklingabringurnar og skerið gat í miðjuna á þeim þannig að úr verði vasi

3

Fyllið bringurnar með rjómaostafyllingunni (gott að nota skeið)

4

Leggið þær í eldfast mót. Saltið og piprið þær og dreifið rifnum cheddar osti yfir eftir smekk

5

Bakið í 40 mínútur við 190°C eða þar til þær eru eldaðar

Sætkartöflufranskar og sósa
6

Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í strimla

7

Setið strimlana í skál og blandið vel saman við ólífuolíu og krydd

8

Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í um 20-25 minútur

9

Blandið öllum hráefnum í sósuna í skál og hrærið vel

Ferskt avókadó salsa
10

Skerið avókadó, tómata og kóríander smátt. Kreistið safa úr lime yfir og blandið saman