fbpx

Fullkomnir hafraklattar sem allir elska

Fyrir mér er hinn fullkomni hafraklatti þungur í sér, með stökkri skorpu en rakur og klístraður inn í, með nóg af haframjöli og jú súkkulaði.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 gr brætt smjör
 250 gr eða ein krukka af Mandel Nougat creme frá Rapunzel
 210 gr Rapadura sykur frá Rapunzel
 230 gr hrásykur frá Rapunzel
 3 egg
 1 tsk vanilludropar
 220 gr fínt spelt
 1 tsk salt
 330 gr haframjöl (ekki tröllahafra)
 200 gr eða 2 stk Noguat Rapunzel súkkulaði stykki

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum á 175°C blástur.

2

Blandið saman bræddu smjöri, nougat kremi og sykrinum í skál og hrærið vel saman með sleif.

3

Bætið næst eggjunum og vanilludropunum út í ásamt salti og hrærið vel saman.

4

Bætið svo haframjöli og spelti saman við ásamt smátt skornu súkkulaðinu og hrærið öllu vel saman með sleifinni.

5

Deigið er blautt og klístrað og þannig á það að vera, ekki bæta spelti né neinu út í það.

6

Hellið svo deiginu á smjörpappír á borði og leggið annan smjörpappír/bökunarpappír yfir og fletjið út í ferning með kökukefli sem er nánast jafn stór bökunarpappanum.

7

Takið svo efri smjörpappan af og hendið og dragið hinn með deiginu á yfir á bökunarplötu.

8

Stingið í heitan ofninn í 15-18 mínútur (ég hafði mína í 18 mín).

9

Takið svo úr ofninum og kælið í eins og 20 mínútur áður en þið skerið svo í ferninga á stærð við Poylaroid mynd, megið líka hafa þá minni en þetta er svona bakarís stærð.

10

Fyrst eftir að þeir koma úr ofninum eru hafraklattarnir mjög linir, ekki hafa áhyggjur af því, því þeir stífna við að standa og kólna.

11

Berið fram með kaldri mjólk en þeir eru langbestir þegar þeir hafa alveg fengið að kólna niður og enn betri daginn eftir.


Uppskrift eftir Maríu á Paz.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 gr brætt smjör
 250 gr eða ein krukka af Mandel Nougat creme frá Rapunzel
 210 gr Rapadura sykur frá Rapunzel
 230 gr hrásykur frá Rapunzel
 3 egg
 1 tsk vanilludropar
 220 gr fínt spelt
 1 tsk salt
 330 gr haframjöl (ekki tröllahafra)
 200 gr eða 2 stk Noguat Rapunzel súkkulaði stykki

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum á 175°C blástur.

2

Blandið saman bræddu smjöri, nougat kremi og sykrinum í skál og hrærið vel saman með sleif.

3

Bætið næst eggjunum og vanilludropunum út í ásamt salti og hrærið vel saman.

4

Bætið svo haframjöli og spelti saman við ásamt smátt skornu súkkulaðinu og hrærið öllu vel saman með sleifinni.

5

Deigið er blautt og klístrað og þannig á það að vera, ekki bæta spelti né neinu út í það.

6

Hellið svo deiginu á smjörpappír á borði og leggið annan smjörpappír/bökunarpappír yfir og fletjið út í ferning með kökukefli sem er nánast jafn stór bökunarpappanum.

7

Takið svo efri smjörpappan af og hendið og dragið hinn með deiginu á yfir á bökunarplötu.

8

Stingið í heitan ofninn í 15-18 mínútur (ég hafði mína í 18 mín).

9

Takið svo úr ofninum og kælið í eins og 20 mínútur áður en þið skerið svo í ferninga á stærð við Poylaroid mynd, megið líka hafa þá minni en þetta er svona bakarís stærð.

10

Fyrst eftir að þeir koma úr ofninum eru hafraklattarnir mjög linir, ekki hafa áhyggjur af því, því þeir stífna við að standa og kólna.

11

Berið fram með kaldri mjólk en þeir eru langbestir þegar þeir hafa alveg fengið að kólna niður og enn betri daginn eftir.

Fullkomnir hafraklattar sem allir elska

Aðrar spennandi uppskriftir