fbpx

Frosting kaka

Virkilega tignarleg kaka með ljúffengu frosting kremi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botnar
 200 g sykur
 200 g púðursykur
 160 g smjörlíki
 3 egg
 340 g hveiti
 1,5 tsk matarsódi
 1,5 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 60 g Cadbury kakó
 3 dl mjólk
Frosting krem
 1,5 dl Danæg eggjahvítur
 4 dl síróp
 Piparmintudropar
 Rapunzel kókosflögur
 Toblerone súkkulaði

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hrærið saman sykur og smjör og bætið svo eggjunum við einu í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni. Bakað í tveimur 22 cm formum við 180° í 20-25 mín eða þar til botnanir hafa losnað frá formunum.

Frosting krem
2

Þeytið eggjahvíturnar og hitið á meðan sírópið í potti. Þegar sírópið er orðið heitt er því helt varlega út í eggjahvíturnar smátt og smátt í mjórri bunu og þeytt á meðan. Þegar frostingurinn er orðinn stífþeyttur er örfáum piparmintudropum blandað mjög varlega saman við.

3

Þegar eggjahvítur eru þeyttar þarf að passa vel að skálin sé tanduhrein þar sem smá fita getur valdið því að að eggjahvíturnar stífna ekki. Einnig þurfa eggjahvíturnar að vera alveg aðskildar frá rauðunum því smávegis af rauðu getur eyðilagt allt. Mér finnst gott að nota Danæg eggjahvíturnar því það er pottþétt að þær þeytast mjög vel.

4

Frostingurinn er svo settur á milli botnanna og ofan á kökuna. Rapunzel kókosflögunum er stráð yfir og skreytt með Toblerone súkkulaði.


Uppskrift frá Lovísu Jenný Sigurðardóttur.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botnar
 200 g sykur
 200 g púðursykur
 160 g smjörlíki
 3 egg
 340 g hveiti
 1,5 tsk matarsódi
 1,5 tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 60 g Cadbury kakó
 3 dl mjólk
Frosting krem
 1,5 dl Danæg eggjahvítur
 4 dl síróp
 Piparmintudropar
 Rapunzel kókosflögur
 Toblerone súkkulaði

Leiðbeiningar

Botnar
1

Hrærið saman sykur og smjör og bætið svo eggjunum við einu í einu. Blandið saman þurrefnum og setjið saman við ásamt mjólkinni. Bakað í tveimur 22 cm formum við 180° í 20-25 mín eða þar til botnanir hafa losnað frá formunum.

Frosting krem
2

Þeytið eggjahvíturnar og hitið á meðan sírópið í potti. Þegar sírópið er orðið heitt er því helt varlega út í eggjahvíturnar smátt og smátt í mjórri bunu og þeytt á meðan. Þegar frostingurinn er orðinn stífþeyttur er örfáum piparmintudropum blandað mjög varlega saman við.

3

Þegar eggjahvítur eru þeyttar þarf að passa vel að skálin sé tanduhrein þar sem smá fita getur valdið því að að eggjahvíturnar stífna ekki. Einnig þurfa eggjahvíturnar að vera alveg aðskildar frá rauðunum því smávegis af rauðu getur eyðilagt allt. Mér finnst gott að nota Danæg eggjahvíturnar því það er pottþétt að þær þeytast mjög vel.

4

Frostingurinn er svo settur á milli botnanna og ofan á kökuna. Rapunzel kókosflögunum er stráð yfir og skreytt með Toblerone súkkulaði.

Frosting kaka

Aðrar spennandi uppskriftir