Frönsk súkkulaðikaka með Dumle kremi

  ,   

september 20, 2019

Frönsk súkkulaðikaka með geggjuðu karamellukremi.

  • Undirbúningur: 20 mín
  • Eldun: 25 mín
  • 20 mín

    25 mín

    45 mín

  • Fyrir: 6-8

Hráefni

Kökubotn:

250 g smjör

100 g suðusúkkulaði

1 poki (120 g) Dumle

4 egg

2 dl sykur

3 dl hveiti

3 msk Cadbury kakó

Dumle karamellusósa:

3 msk rjómi

1 poki (120 g) Dumle

100 g mjúkt smjör

5 dl flórsykur

Leiðbeiningar

1Setjið smjör, súkkulaði og 1 poka af Dumle karamellum í pott og bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum og kælið.

2Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá súkkulaðiblöndunni og kakói saman við.

3Setjið í form (20-22cm) og bakið í 175°c heitum ofni í um 25 mínútur.

4Karamellukrem: Setjið rjóma og Dumle karamellurnar saman í pott og bræðið við vægan hita.

5Þegar karamellan er bráðin takið af hitanum og hrærið mjúku smjörinu saman við. Hrærið að lokum flórsykri saman við þar til kremið hefur náð góðri þykkt.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Mjúkir kanilsnúðar með Dumle karamellusósu.

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!