fbpx

Fljótlegt sítrónupasta

Einfalt, fljótlegt og ofur gómsætt sítrónupasta sem klikkar ekki

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 300-400 g spaghetti frá De Cecco
 Ólífuolía
 3 skarlottulaukar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 150 g kastaníusveppir
 150 g venjulegir sveppir
 100 g spínat
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 sítróna
 1 dl steinselja, smátt söxuð
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.

2

Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.

3

Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu.

4

Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst.

5

Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.

6

Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.

7

Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.


Uppskrift eftir Hildi Rut á trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 300-400 g spaghetti frá De Cecco
 Ólífuolía
 3 skarlottulaukar
 2 hvítlauksrif, pressuð
 150 g kastaníusveppir
 150 g venjulegir sveppir
 100 g spínat
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 sítróna
 1 dl steinselja, smátt söxuð
 1 dl parmigiano reggiano, rifinn
 Salt & pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að sjóða spaghetti samkvæmt leiðbeiningum.

2

Á meðan útbúið þið sósuna. Skerið sveppi og skarlottulauk og rífið sítrónubörkinn.

3

Steikið skarlottulaukinn og hvítlaukinn upp úr ólífuolíu.

4

Bætið sveppunum við og steikið þar til þeir hafa aðeins mýkst.

5

Því næst bætið þið við spínati og blandið saman.

6

Hrærið rjómaostinum út í ásamt safa úr einni sítrónu, sítrónuberki, steinselju og parmigiano. Saltið og piprið eftir smekk.

7

Blandið spaghettinu saman við sósuna og berið fram með rifnum parmigiano og steinselju.

Fljótlegt sítrónupasta

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Turkish PastaEf þið eruð að leita að réttinum sem þið getið ekki hætt að hugsa um eftir fyrsta bita – þá…