Fljótleg Vegan Súkkulaðimús með þeyttum rjóma

Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!... Krakkarnir elska þennan ekkert síður en við hjónin. Við toppum hann með þeyttum Oatly visp hafrarjóma en það er auðvitað smekksatriði, okkur finnst hann verða extra gúrm þannig.

 2 fernur Oatly súkkulaðimjólk
 1/2 bolli chia fræ
 2 msk kakó
 2-3 msk Rapunzel hlynsíróp, mjög auðvelt að stjórna þessu og smakka til
 1/4 tsk sjávarsalt
 2 tsk vanilludropar
 Þeyttur Oatly Visp hafrarjómi + súkkulaðispænir

1

Setjið öll innihaldsefni í blandara og vinnið þar til búðingurinn er farinn að þykkna og þið finnið lítið sem ekkert fyrir fræjunum. Búðinginn er auðvelt að smakka til, bæta kakói, sætu, vanillu eða hverju sem ykkur dettur í hug.

2

Setjið í ílát og kælið í að minnsta kosti í 1 klst. Hægt er að frysta afganga en geymist í kæli í 4-5 daga og því hægt að gera hann með góðum fyrirvara.

3

Toppið með þeyttum hafrarjóma og rifnu súkkulaði ef vill.