Vel þroskaðir bananar eru auðvitað algjörlega stórkostlegt hráefni í bakstur og ég nýti þá alveg óspart ef bananar eru við það að daga uppi hjá mér. Þessi kaka er ein af okkar uppáhalds á heimilinu og er hér í vegan útgáfu. Það er alveg ótrúlega fljótlegt að henda í þessa og í raun þarf bara eina skál og eina sleif til þess að hræra í deigið. Hún er lungamjúk og djúsí og það er enginn sem fattar að hún sé án dýraafurða þar sem hún lyftir sér mjög vel og molnar ekki eins og margar vegan kökur eiga það til að gera. Ég geri annað hvort rjómaostakrem með henni eða hnetusmjörskrem og það síðarnefnda varð fyrir valinu í dag. Hún helst lengi mjúk og er alveg tilvalin í nestiboxið!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur. Smyrjið eða klæðið 22cm kringlótt eða ferkantað kökuform og setjið til hliðar.
Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið vel með sleif. Setjið haframjólkina, sítrónusafann, vanilludropana, olíuna og bananana út í skálina og hrærið vel saman með sleifinni þar til deigið er að mestu kekkjalaust.
Skafið deigið úr skálinni með sleikju í formið og sléttið með sleikjunni. Bakið í ca. 20 mín. Fylgist vel með en kakan er tilbúin þegar hún er orðin fallega gyllt. Kælið.
Setjið vegan smjörið og hnetusmjörið saman í skál og þeytið vel með handþeytara þar til blandan er orðin létt og ljós.
Bætið flórsykri, haframjólk og vanilludropum saman við og þeytið vel eða í 4-5 mín. Smyrjið kreminu á kalda kökuna.
Njótið!
Uppskrift eftir Völlu Gröndal
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur. Smyrjið eða klæðið 22cm kringlótt eða ferkantað kökuform og setjið til hliðar.
Setjið þurrefnin saman í skál og hrærið vel með sleif. Setjið haframjólkina, sítrónusafann, vanilludropana, olíuna og bananana út í skálina og hrærið vel saman með sleifinni þar til deigið er að mestu kekkjalaust.
Skafið deigið úr skálinni með sleikju í formið og sléttið með sleikjunni. Bakið í ca. 20 mín. Fylgist vel með en kakan er tilbúin þegar hún er orðin fallega gyllt. Kælið.
Setjið vegan smjörið og hnetusmjörið saman í skál og þeytið vel með handþeytara þar til blandan er orðin létt og ljós.
Bætið flórsykri, haframjólk og vanilludropum saman við og þeytið vel eða í 4-5 mín. Smyrjið kreminu á kalda kökuna.
Njótið!