Print Options:








Ferskt Thai tófú salat

Magn1 skammtur

Tælenskt salat með mísó sósu.

 200 gr íssalat
 400 gr traditional hveitinúðlur
 1 þroskaður mangó
 1/2 rauðlaukur
 4 avocado
 2 snakkpapríkur
 kóríander
Tófúið
 450 gr tófú
 2 msk sesamolía frá Blue Dragon
 2 msk sojasósa frá Blue Dragon
 1 msk mable síróp
 1 1/2 tsk engifermauk
  --Miso dressing
 4 cm engifer (án híðis)
 2 msk miso paste
 1 msk sesamolía frá Blue Dragon
 1 msk sojasósa frá Blue Dragon
 1/2 lime (safinn)
 4 msk vatn
 4 msk olía
1

Tófúið er þerrað með klút eða eldhúsbréfi. Skerið tófúið svo í 1 cm teninga og steikið á þurri viðloðunarfrírri pönnu þar til tófúið hefur byrjað að gullna á hliðunum. Því næst er sesamolíu, soja, mable sírópi og engifermauki bætt útá pönnuna. Hrærið með jöfnu millibili svo allar hliðar steikist jafnt. Steikið í ca 10 mínútur eða þar til tófúið hefur dregið í sig sósuna.

2

Sjóðið núðlurnar skv. leiðbeiningum á pakkningu (ca 5mín).

3

Útbúið dressinguna með því að blanda öllum hráefnunum fyrir dressinguna saman í blender/nutribullet eða með töfrasprota.

4

Berið fram með því að raða salatinu neðst, svo núðlunum og því næst smátt skorinni papríku, rauðlauk, mangó og avocado. Toppið með tófúbitum og kóreander. Dressingunni má svo hella yfir allt eða bera fram sér.