Þessi salat samsetning lætur bragðlaukarnir gjörsamlega dansa. Hvítlauks grillolían frá Caj P gerir kjúklinginn svo einstaklega bragðgóðan
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar í tvennt (má sleppa). Blandið þeim saman við grillolíuna í skál og leyfið þeim að marinerast í 30 mínútur eða lengur.
Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Skerið hann í sneiðar.
Dreifið hráskinku og aspas á ofnplötu þaktri bökunarpappír. Penslið hráskinkuna með hlynsírópi og dreifið ólífuolíu, salti og pipar á aspasinn. Bakið í 8-10 mínútur við 180°C. Passið að hráskinkan brenni ekki. Brjótið hráskinkuna í minni bita.
Skerið jarðaber, kokteiltómata, rauðlauk og avókadó í bita eftir smekk.
Dreifið salatblöndu í botninn á stórri fallegri skál. Því næst dreifið þið rauðlauk, kjúklingi, hráskinku, aspas, jarðaberjum, tómötum og avókadói.
Hellið salatdressingunni jafnt yfir og stráið rifnum parmesan osti (parmigiano reggiano) yfir allt saman. Berið fram með meiri parmesan osti og njótið.
Smátt skerið steinseljuna.
Hrærið saman ólífuolíu, appelsínusafa, sítrónusafa, salti, pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju í skál.
Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar í tvennt (má sleppa). Blandið þeim saman við grillolíuna í skál og leyfið þeim að marinerast í 30 mínútur eða lengur.
Grillið kjúklinginn í 15-20 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Skerið hann í sneiðar.
Dreifið hráskinku og aspas á ofnplötu þaktri bökunarpappír. Penslið hráskinkuna með hlynsírópi og dreifið ólífuolíu, salti og pipar á aspasinn. Bakið í 8-10 mínútur við 180°C. Passið að hráskinkan brenni ekki. Brjótið hráskinkuna í minni bita.
Skerið jarðaber, kokteiltómata, rauðlauk og avókadó í bita eftir smekk.
Dreifið salatblöndu í botninn á stórri fallegri skál. Því næst dreifið þið rauðlauk, kjúklingi, hráskinku, aspas, jarðaberjum, tómötum og avókadói.
Hellið salatdressingunni jafnt yfir og stráið rifnum parmesan osti (parmigiano reggiano) yfir allt saman. Berið fram með meiri parmesan osti og njótið.
Smátt skerið steinseljuna.
Hrærið saman ólífuolíu, appelsínusafa, sítrónusafa, salti, pressuðum hvítlauksrifjum og steinselju í skál.