Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Ég veit ekki hvort þið munið eftir því en ég gerði svo geggjaða sinnepssósu sem minnir á sinnepsmæjó um daginn og sennilega búin að gera á hverjum degi síðan. Ég deildi því með ykkur að hún hlyti að vera tryllt í kartöflusalat. Ég hef ekki hætt að hugsa um það síðan. Loksins kom ég mér í gír og halelúja það var svo sannarlega satt.

Hvað er meira sumarlegt en djúsí kartöflusalat? Enn betra ef það er gert úr heilnæmum hráefnum! Sósan er úr kasjúhnetum og þú myndir aldrei gruna það ef ég væri ekki búin að segja þér það. Salatið sjálft inniheldur svo bæði mjúka og stökka áferð, súrt og salt bragð og litina sem segja þér að það sé að koma sumar.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Salatið
 6 stk lífrænar kartöflur, þessar rauðu stóru (ca 400 gr eftir suðu)
 10 stk radísur
 1 stk rauð papríka
 1 stk lítill rauðlaukur (lífrænu eru litlir) eða 1/2 stór (eða eftir smekk)
 2 msk capers
 4 stk sólþurrkaðir tómatar, ég nota þá sem eru ekki í olíu
 1 dl gróft hökkuð steinselja (geymið smá til að skrauts)
 2 stk lúkur af dökkgrænu káli
Sinnepssósan
 1 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 tsk sinnep
 2 tsk gulur laukur
 1 stk safi úr lime
 2 stk litlar súrar gúrkur eða 1 stór
 ¾ tsk svart salt
 1,50 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Gufusjóðið eða sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Komið þeim svo fyrir í ísskáp þar til orðnar kaldar.

2

Skerið kartöflurnar, grænmetið og steinseljuna smátt og komið öllu fyrir í stóra skál.

3

Útbúið sósuna með að setja allt sem í hana fer í lítinn blender eða græju sem nær að mauka, töfrasproti ætti líka að virka.

4

Hellið sósunni útá, hrærið vel, skreytið með steinselju og njótið.

Verði ykkur að góðu.

*Tips. Ég á yfirleitt flest af þessum hráefnum en ef þú notar ekki mikið capers og súrar gúrkur getur þú keypt bara súrar gúrkur og skipt capers í salatinu út fyrir súrar gúrkur í staðinn eða öfugt og notað capers í sósuna.

Einnig notuð við bæði rauðlauk og gulan lauk í uppskriftina, hér gætiru líka samnýtt hráefnið og sett rauðlauk í dressinguna eða gulan lauk í salatið, það yrði mögulega annar litur á sósunni ef notaður er rauðlaukur í hana og salatið breytist lítillega með gulum lauk. Gulur laukur er sterkari en rauðlaukur á meðan rauðlaukurinn er sætur.

MatreiðslaTegundInniheldur
SharePostSave

Hráefni

Salatið
 6 stk lífrænar kartöflur, þessar rauðu stóru (ca 400 gr eftir suðu)
 10 stk radísur
 1 stk rauð papríka
 1 stk lítill rauðlaukur (lífrænu eru litlir) eða 1/2 stór (eða eftir smekk)
 2 msk capers
 4 stk sólþurrkaðir tómatar, ég nota þá sem eru ekki í olíu
 1 dl gróft hökkuð steinselja (geymið smá til að skrauts)
 2 stk lúkur af dökkgrænu káli
Sinnepssósan
 1 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 tsk sinnep
 2 tsk gulur laukur
 1 stk safi úr lime
 2 stk litlar súrar gúrkur eða 1 stór
 ¾ tsk svart salt
 1,50 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Gufusjóðið eða sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Komið þeim svo fyrir í ísskáp þar til orðnar kaldar.

2

Skerið kartöflurnar, grænmetið og steinseljuna smátt og komið öllu fyrir í stóra skál.

3

Útbúið sósuna með að setja allt sem í hana fer í lítinn blender eða græju sem nær að mauka, töfrasproti ætti líka að virka.

4

Hellið sósunni útá, hrærið vel, skreytið með steinselju og njótið.

Verði ykkur að góðu.

*Tips. Ég á yfirleitt flest af þessum hráefnum en ef þú notar ekki mikið capers og súrar gúrkur getur þú keypt bara súrar gúrkur og skipt capers í salatinu út fyrir súrar gúrkur í staðinn eða öfugt og notað capers í sósuna.

Einnig notuð við bæði rauðlauk og gulan lauk í uppskriftina, hér gætiru líka samnýtt hráefnið og sett rauðlauk í dressinguna eða gulan lauk í salatið, það yrði mögulega annar litur á sósunni ef notaður er rauðlaukur í hana og salatið breytist lítillega með gulum lauk. Gulur laukur er sterkari en rauðlaukur á meðan rauðlaukurinn er sætur.

Notes

Ferskt kartöflusalat með sinnepssósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…