Fersk habanero salsa ídýfa

Einföld og gómsæt ídýfa með rjómaosti, ferskum tómötum, habanero Tabasco, vorlauk og kóríander. Habanero Tabasco gerir ídýfuna sannarlega sterka sem ég elska en mæli með að nota hana varlega því hún er mjög sterk og það þarf ekki mikið. Best að smakka sig áfram. Upplagt sem snarl í góða veðrinu með snakki og ísköldum Corona

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 stk Philadelphia rjómaostur (200g)
 250 g Litlir tómatar
 3 stk vorlaukur ((2/3dl smátt skorið)
 1 msk TABASCO habanero sósa (eða eftir smekk)
 2 msk smátt skorinn kóríander
 salt og pipar eftir smekk
 Maarud snakk með salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera smátt tómata, vorlauk og kóríander

2

Blandið öllu saman í skál ásamt TABASCO habanero sósunni, safa úr lime og salti og pipar

3

Dreifið rjómaostinum í botninn í annari skál eða formi

4

Dreifið tómatblöndunni yfir og njótið


Uppskrift eftir Hildi Rut

SharePostSave

Hráefni

 1 stk Philadelphia rjómaostur (200g)
 250 g Litlir tómatar
 3 stk vorlaukur ((2/3dl smátt skorið)
 1 msk TABASCO habanero sósa (eða eftir smekk)
 2 msk smátt skorinn kóríander
 salt og pipar eftir smekk
 Maarud snakk með salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera smátt tómata, vorlauk og kóríander

2

Blandið öllu saman í skál ásamt TABASCO habanero sósunni, safa úr lime og salti og pipar

3

Dreifið rjómaostinum í botninn í annari skál eða formi

4

Dreifið tómatblöndunni yfir og njótið

Notes

Fersk habanero salsa ídýfa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…