Fazermint súkkulaðibollakökur

  ,   

júní 18, 2019

Hátíðlegar bollakökur með súkkulaði- og myntukremi.

Hráefni

Súkkulaðibollakaka

3 bollar hveiti

2 bollar sykur

2 bollar AB mjólk

1 bolli Filippo Berio ólífuolía

5 msk Cadbury kakóduft

3 egg

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

1 pakki Fazermint súkkulaðimolar (150 g)

Súkkulaðimintukrem

2 pakkar Fazermint súkkulaðimolar (300 g)

1 dl rjómi

300 g mjúkt smjör

500 g flórsykur

4 msk rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðibollakaka

1Hrærið öllu saman í hrærivél í 3 mínútur eða þar til blandan er orðin slétt, setjið í muffinsform, stingið einum Fazermint mola í hvert form og bakið við blástur við 180°C í um það bil 16 mínútur.

Súkkulaðimintukrem

1Hitið rjómann að suðu, bætið Fazermint molunum út í og hrærið vel.

2Skerið smjörið í kubba, þeytið í hrærivél og bætið flórsykri saman við í skömmtum. Þynnið með rjóma. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið vel.

3Sprautið kreminu á bollakökurnar og skreytið með Fazermint molum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Eplabaka með Dumle karamellum

Hér eru það Dumle karamellurnar sem setja punktinn yfir i-ið og gera eplabökuna svo einstaklega bragðgóða.

Bökuð Brownie Turtle ostakaka

Afar einföld brownie ostakaka sem er best köld

Einföld appelsínukaka

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.