fazer-bollakaka
fazer-bollakaka

Fazermint súkkulaðibollakökur

  ,   

júní 18, 2019

Hátíðlegar bollakökur með súkkulaði- og myntukremi.

Hráefni

Súkkulaðibollakaka

3 bollar hveiti

2 bollar sykur

2 bollar AB mjólk

1 bolli Filippo Berio ólífuolía

5 msk Cadbury kakóduft

3 egg

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

1 pakki Fazermint súkkulaðimolar (150 g)

Súkkulaðimintukrem

2 pakkar Fazermint súkkulaðimolar (300 g)

1 dl rjómi

300 g mjúkt smjör

500 g flórsykur

4 msk rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðibollakaka

1Hrærið öllu saman í hrærivél í 3 mínútur eða þar til blandan er orðin slétt, setjið í muffinsform, stingið einum Fazermint mola í hvert form og bakið við blástur við 180°C í um það bil 16 mínútur.

Súkkulaðimintukrem

1Hitið rjómann að suðu, bætið Fazermint molunum út í og hrærið vel.

2Skerið smjörið í kubba, þeytið í hrærivél og bætið flórsykri saman við í skömmtum. Þynnið með rjóma. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið vel.

3Sprautið kreminu á bollakökurnar og skreytið með Fazermint molum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.