Fazermint súkkulaðibollakökur

  ,   

júní 18, 2019

Hátíðlegar bollakökur með súkkulaði- og myntukremi.

Hráefni

Súkkulaðibollakaka

3 bollar hveiti

2 bollar sykur

2 bollar AB mjólk

1 bolli Filippo Berio ólífuolía

5 msk Cadbury kakóduft

3 egg

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

1 pakki Fazermint súkkulaðimolar (150 g)

Súkkulaðimintukrem

2 pakkar Fazermint súkkulaðimolar (300 g)

1 dl rjómi

300 g mjúkt smjör

500 g flórsykur

4 msk rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðibollakaka

1Hrærið öllu saman í hrærivél í 3 mínútur eða þar til blandan er orðin slétt, setjið í muffinsform, stingið einum Fazermint mola í hvert form og bakið við blástur við 180°C í um það bil 16 mínútur.

Súkkulaðimintukrem

1Hitið rjómann að suðu, bætið Fazermint molunum út í og hrærið vel.

2Skerið smjörið í kubba, þeytið í hrærivél og bætið flórsykri saman við í skömmtum. Þynnið með rjóma. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið vel.

3Sprautið kreminu á bollakökurnar og skreytið með Fazermint molum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Meinhollar súkkulaðimuffins

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!