Fazermint súkkulaðibollakökur

  ,   

júní 18, 2019

Hátíðlegar bollakökur með súkkulaði- og myntukremi.

Hráefni

Súkkulaðibollakaka

3 bollar hveiti

2 bollar sykur

2 bollar AB mjólk

1 bolli Filippo Berio ólífuolía

5 msk Cadbury kakóduft

3 egg

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk vanilludropar

1 pakki Fazermint súkkulaðimolar (150 g)

Súkkulaðimintukrem

2 pakkar Fazermint súkkulaðimolar (300 g)

1 dl rjómi

300 g mjúkt smjör

500 g flórsykur

4 msk rjómi

Leiðbeiningar

Súkkulaðibollakaka

1Hrærið öllu saman í hrærivél í 3 mínútur eða þar til blandan er orðin slétt, setjið í muffinsform, stingið einum Fazermint mola í hvert form og bakið við blástur við 180°C í um það bil 16 mínútur.

Súkkulaðimintukrem

1Hitið rjómann að suðu, bætið Fazermint molunum út í og hrærið vel.

2Skerið smjörið í kubba, þeytið í hrærivél og bætið flórsykri saman við í skömmtum. Þynnið með rjóma. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið vel.

3Sprautið kreminu á bollakökurnar og skreytið með Fazermint molum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

Vegan brownies með kókossúkkulaði

Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill af baunabragði. Heldur bara mjúkar, bragðgóðar kökur sem engum dettur í hug að innihaldi eitthvað annað en þetta hefðbundna eins og hveiti og hvítan sykur.

Kryddbrauð – lífrænt og vegan

Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.