Fljótleg Falafel skál með ekta Tahini sósu.
Skolið og þerrið kálið og skerið niður rauðlaukinn og tómatana. Setjið salatið ásamt tómötum og rauðlauk í skál og hellið smá ólífuolíu og sítrónusafa yfir.
Hitið falafel bollurnar á pönnu í olíu á miðlungs hita.
Útbúið dressinguna á meðan bollurnar eru að hitna með því að blanda öllum sósuhráefnunum saman í blender eða með töfrasprota. Ágætt að setja ekki allt vatnið í einu þar sem áferð sósunnar getur verið smekksatriði.
Borið fram sem salat diskur með falafelbollum og vel af sósu yfir.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4