Eplapanna á grillið

  ,   

júní 2, 2021

Girnilegt epla pæ í pönnu á grillið eða í ofninn, toppað með Dumle karamellum.

Hráefni

Eplafylling

4 x Gala/Jonagold epli

25 g hveiti

30 g púðursykur

¼ tsk. salt

25 g eplasafi

1 tsk. kanill

2 tsk. vanilludropar

30 g brætt smjör

Hafratoppur og karamellur

150 g Dumle karamellur

70 g smjör (kalt)

70 g hveiti

70 g púðursykur

50 g tröllahafrar

½ tsk. lyftiduft

1 tsk. kanill

½ tsk. salt

Karamellusósa

100 g Dumle karamellur

30 ml rjómi

Leiðbeiningar

Eplafylling

1Afhýðið eplin og kjarnhreinsið. Skerið í þunnar sneiðar (hvert epli í 12-16 sneiðar).

2Pískið öll önnur hráefni saman í skál og hellið eplasneiðunum næst ofan í og blandið saman með sleif.

3Smyrjið grillpönnu vel með smjöri, hellið eplafyllingunni ofan í og útbúið hafratoppinn.

Hafratoppur og karamellur

1Skerið karamellurnar niður í bita (um 3 bita hverja), geymið til hliðar.

2Skerið smjörið niður í smáa teninga og blandið því saman við restina af hráefnunum.

3Gott er að hnoða hafratoppinn saman í höndunum og/eða stappa með gaffli þar til allt er blandað saman í þétt smjördeig.

4Stráið þá karamellunum yfir eplafyllinguna og myljið næst hafratoppinn yfir allt.

5Grillið við vægan hita í 20 mínútur með álpappír yfir pönnunni, takið þá álpappírinn af og grillið í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til hafratoppurinn fer aðeins að gyllast.

6Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og berið fram með vanilluís og karamellusósu (sjá uppskrift að neðan).

Karamellusósa

1Bræðið saman við vægan hita þar til karamellurnar bráðna.

Uppskrift frá Berglindi Gotterí.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súrir sumarpinnar

Ískaldir, svalandi, súrir og sætir frostpinnar sem ofureinfalt er að útbúa!

Marengskaka með rjómaostakremi og súkkulaðibúðingi

Fjögurra laga kaka sem allir munu falla fyrir.

Dumle smooores með banana

Gillpanna með karamellu og hafrakexi.