Epladraumur

  ,

ágúst 24, 2020

Einfaldur og ljúffengur epladraumur með dásamlegri karamellusósu.

  • Fyrir: 6-8 (fer eftir stærð forma)

Hráefni

330 g smátt skorin epli (um 4-5 stykki)

150 g Milka-Daim súkkulaði

3 msk. kanelsykur

90 g hveiti

80 g púðursykur

100 g smjör við stofuhita (+ meira til að smyrja með)

50 g tröllahafrar

Ís og karamellusósa ofan á

Karamellusósa

1 poki Dumle karamellur (120 g)

4 msk. rjómi

Leiðbeiningar

1Smyrjið lítil eldföst mót með smjöri (eða eitt stórt).

2Saxið súkkulaðið gróft niður og blandið saman eplum, súkkulaði og kanelsykri í stóra skál.

3Skiptið eplablöndunni niður í formin og útbúið hjúpinn.

4Blandið saman hveiti, púðursykri, smjöri og tröllahöfrum.

5Setjið vel af blöndu yfir hvert form með því að losa deigið aðeins niður með fingrunum.

6Bakið í 180° heitum ofni í um 25 mínútur og útbúið karamellusósuna á meðan (sjá uppskrift að neðan).

7Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og setjið þá ís og karamellusósu yfir eftir smekk.

Karamellusósa

1Setjið saman í pott og hrærið við miðlungs hita þar til karamellurnar eru bráðnaðar.

2Leyfið aðeins að kólna niður og berið fram með epladraumnum ásamt ís.

Uppskrift frá Berglindi hjá Gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Vegan Ólífu Pestó Snúðar… á korteri

Bragðmiklir og djúsí snúðar sem eru tilbúnir á korteri

Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi

Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega.

Pavlovur með Tyrkisk Peber kremi og hindberja toppi

Hér eru á ferð litlar pavlovur með Tyrkisk Peber og Toblerone kremi toppað með hindberjasósu.