Print Options:
Epla og saltkaramelluís

Magn1 skammtur

Ljúffengur epla og saltkaramelluís sem auðvelt er að gera

 4 stk epli
 50 gr smjör
 3 msk púðursykur
 1 tsk kanill
Ís
 ½ L rjómi
 1 dós niðursoðin mjólk (e. condensed milk) 397 gr
Saltkaramella
 1 bolli sykur
 3 msk smjör
 ½ bolli rjómi
 1 tsk sjávarsalt
Epli
1

Skrælið og skerið eplin í litla teninga, steikið á pönnu upp úr smjöri í nokkrar mínútur og bætið púðursykri og kanil útá í lokinn. Látið síðan malla í nokkar mínútur eða þar til eplin eru orðin mjúk. Kælið

Saltkaramella
2

Bræðið sykurinn á pönnu þar til hann hefur alveg bráðnað, bætið smjöri útá og hrærið vel, síðast er rjómanum bætt út á og saltinu, blandið vel þar til allt er blandað saman. Sigtið og kælið

Ís
3

Létt þeytið rjómann, bætið niðursoðinni mjólk saman við og þeytið saman, bætið köldum eplum varlega saman við ásamt 1 dl af karamellusósunni

4

Setið í form og setjið restina af karamellusósunni yfir og frystið í 6 klst , mylið piparkökur yfir