Epla crostate með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum

  

september 6, 2021

Crostata er ítölsk baka eða pie, hér er það með sítrónurjómaosta og Dumle karamellu fyllingu

Hráefni

Fylling

350 g epli, skorin í þunnar sneiðar

2 msk sykur

1/2 tsk kanill

1/2 tsk sítrónusafi

1 msk hveiti

1 poki Dumle karamellur, skornar í bita

Botn

150 g hveiti

1/4 tsk salt

1/2 msk sykur

1/4 tsk kanill

1 dl ólífuolía

1 dl mjólk + 1 msk til penslunar

Rjómaostakrem

160 g Philadelphia rjómaostur

2 msk sykur

1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

Fylling

1Blandið öllu saman. Þegar botninn hefur verið flattur út og rjómaostakremið sett yfir látið þá fyllinguna yfir rjómaostinn.

2Brjótið upp á endana á botninum og þrýstið aðeins niður. Penslið með mjólk og bakið í 200°c heitum ofni í 25 mínútur eða þar til skorpan er gyllt að lit.

Botn

1Setjið hveiti, salt, sykur og kanil saman í skál. Bætið ólífuolíu og mjólk saman við og hrærið þar til deigkúla hefur myndast.

2Hnoðið á hveitistráðu borð og fletjið út í 30 cm hring. Færið yfir á ofnplötu með smjörpappír.

Rjómaostakrem

1Hrærið öllu saman og látið á botninn en skiljið 3 cm eftir á endanum.

Uppskrift frá Berglindi á grgs.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Einföld skúffukaka

Góð skúffukaka er algjör klassík! Það má síðan sannarlega skreyta hana eftir tilefni og nú þegar Hrekkjavakan nálgast var gaman að leika sér með beinagrindahlaup og Oreo til að búa til „mold“ yfir kremið.

Tyrkisk Peber nammibitar

Þessir nammibitar eru himneskir. Rice krispies, Dumle karamellur, Tyrkisk Peber soft and salty og Milka rjómasúkkulaði - ó vá þetta getur ekki klikkað! Þeir slóu algjörlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu. Hentar vel að útbúa bitana með fyrirvara og geyma í frystinum. Mæli mikið með!

Vegan New York ostakaka með jarðarberjum

Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa og bera fram með jarðarberjum....