Ekta ítalskt spaghettí Bolognese

Þó margir tengi spaghettí Bolognese við hversdagslega hakksósu, þá á þessi réttur rætur sínar að rekja til norður-Ítalíu þar sem „ragù alla Bolognese“ er hefðbundin kjötsósa sem þarf að sjóða hægt og með natni.

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 stk laukur
 1 msk ólífuolía
 500 g nautahakk
 2 msk nautakraftur
 2 stk hvítlauksrif
 150 ml Bolla Verona rauðvín
 1 stk niðursoðnir tómatar
 1 tsk sykur
 2 tsk Worcestershire sósa
 1 msk þurrkað oregano
 2 tsk ítölsk kryddblanda
 50 ml vatn
 DeCecco spaghettí
 Salt og nýmalaður svartur pipar
 Ferskur parmesan, magn eftir smekk
 Fersk basilíka

Leiðbeiningar

1

Saxið laukinn smátt og hitið ólífuolíu rólega á pönnu. Setjið laukinn út á pönnuna og steikið við meðalhita í um 5 mín. Passið vel að laukurinn brenni ekki.

2

Takið laukinn af pönnunni og hitið hana vel. Setjið hakkið út á og byrjið að brúna það, þegar það er farið að taka lit, kryddið þá vel með salti og pipar og stráið nautakraftinum yfir.

3

Bætið lauknum út í hakkið og kremið hvítlaukinn saman við.

4

Þegar hakkið er gegnum steikt hellið þá rauðvíninu út í og leyfið því að malla í 2-3 mín.

5

Bætið þá niðursoðnu tómötunum, sykrinum (sem má sleppa en hann jafnar aðeins sýruna sem kemur frá tómötunum), Worchestershire sósunni, kryddum og vatni saman við. Best er að láta hakksósuna malla í dágóðan tíma, eða alveg um 1 klst.

6

Smakkið þá sósuna til og kryddið að ykkar smekk.

7

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningnum.

8

Berið fram með rifnum parmesan, ferskri basilíku og glasi af Bolla Verona rauðvíni.

MatreiðslaTegundInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

 1 stk laukur
 1 msk ólífuolía
 500 g nautahakk
 2 msk nautakraftur
 2 stk hvítlauksrif
 150 ml Bolla Verona rauðvín
 1 stk niðursoðnir tómatar
 1 tsk sykur
 2 tsk Worcestershire sósa
 1 msk þurrkað oregano
 2 tsk ítölsk kryddblanda
 50 ml vatn
 DeCecco spaghettí
 Salt og nýmalaður svartur pipar
 Ferskur parmesan, magn eftir smekk
 Fersk basilíka
Ekta ítalskt spaghettí Bolognese

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.