fbpx

Einn klassískur hummus í sparifötum

Sælkera hummus í sem allir geta gert.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 bollar soðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 250g ljóst tahini frá Rapunzel (1 krukka)
 1 geiralaus hvítlaukur (kúluhvítlaukur)
 safi úr 1-1 1/2 sítrónu
 1/3 bolli olía
 1/3 bolli ískalt vatn
 ca 1/2 tsk jurtasalt
Topping
 1 tómatur
 1/2 gúrka
 1/2 rauðlaukur
 1/2 papríka
 1/4 dl ólífuolía
 1 tsk zaatar krydd
 1 msk sítrónusafi
 1/8 tsk jurtasalt
 1 hvítlauksrif

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja *soðnar kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél, látið vélina vinna í dágóðan tíma með nokkrum stoppum þar sem skafið er meðfram hliðunum. Því næst er tahini og sítrónu safa bætt útí. Loks er olíu og vatni bætt útí í mjórri bunu á meðan matvinnsluvélin vinnur. Að lokum er hann smakkaður til og saltaður eftir þörf.

2

Skerið síðan grænmetið smátt og blandið saman í sér skál ásamt olíu, sítrónusafa, hvítlauk og kryddi. Berið svo fram annað hvort til hliðar við hummusinn eða sem topping.

3

*Aðferð við að sjóða þurrar kjúklingabaunir: Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt með smá matarsóda í vatninu. Endurnýjið vatnið í pottinum og sjóðið í um 40 mínútur. Best er að útbúa hummusinn úr baununum á meðan þær eru heitar. Rúmmál baunanna verður sirka tvöfalt.

4

Æðislega gott með mjúku naan brauði, sem hliðarréttur eða í falafel vefjuna.


Uppskrift eftir Hildi Ómars.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 bollar soðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 250g ljóst tahini frá Rapunzel (1 krukka)
 1 geiralaus hvítlaukur (kúluhvítlaukur)
 safi úr 1-1 1/2 sítrónu
 1/3 bolli olía
 1/3 bolli ískalt vatn
 ca 1/2 tsk jurtasalt
Topping
 1 tómatur
 1/2 gúrka
 1/2 rauðlaukur
 1/2 papríka
 1/4 dl ólífuolía
 1 tsk zaatar krydd
 1 msk sítrónusafi
 1/8 tsk jurtasalt
 1 hvítlauksrif

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að setja *soðnar kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél, látið vélina vinna í dágóðan tíma með nokkrum stoppum þar sem skafið er meðfram hliðunum. Því næst er tahini og sítrónu safa bætt útí. Loks er olíu og vatni bætt útí í mjórri bunu á meðan matvinnsluvélin vinnur. Að lokum er hann smakkaður til og saltaður eftir þörf.

2

Skerið síðan grænmetið smátt og blandið saman í sér skál ásamt olíu, sítrónusafa, hvítlauk og kryddi. Berið svo fram annað hvort til hliðar við hummusinn eða sem topping.

3

*Aðferð við að sjóða þurrar kjúklingabaunir: Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt með smá matarsóda í vatninu. Endurnýjið vatnið í pottinum og sjóðið í um 40 mínútur. Best er að útbúa hummusinn úr baununum á meðan þær eru heitar. Rúmmál baunanna verður sirka tvöfalt.

4

Æðislega gott með mjúku naan brauði, sem hliðarréttur eða í falafel vefjuna.

Einn klassískur hummus í sparifötum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…