Þessi kaka er alveg fullkomin sunnudagskaka sem gott er að skella í með stuttum fyrirvara. Það er mjög einfalt að laga deigið og það þarf ekkert að bíða eftir því að hún kólni alveg. Krökkunum finnst þessi alveg dásamleg sem og okkur fullorðna fólkinu. Kakan er án dýraafurða og henta vel þeim sem sneiða hjá þeim.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 160°C blástur. Smyrjið kringlótt 20-22cm form.
Setijð döðlurnar í skál ásamt matarsóda. Sjóðið vatnið og hellið yfir döðlurnar og látið standa í 5 mín.
Setijð þá döðlurnar ásamt vatninu, vanilludropum, sykrinum, kókosolíunni og haframjólk í blandara og vinnið vel saman þar til döðlurnar hafa maukast vel.
Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið í með sleif. Hellið úr blandarakönnunni yfir þurrefnin og hrærið vel saman. Hellið í smurt formið og bakið í ca. 50 mín eða þar til prjónn kemur hreinn upp. Varist þó að baka kökuna of lengi.
Berið kökuna volga fram, dustið flórsykri yfir áður.
Þessi er alveg dásamleg á köldum vetrardögum með góðum kaffibolla.
Uppskrift eftir Völlu á GRGS.is en Rapunzel vörurnar fást m.a. í Fjarðarkaupum, verslunum Nettó og Hagkaupa ásamt Melabúðinni.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 160°C blástur. Smyrjið kringlótt 20-22cm form.
Setijð döðlurnar í skál ásamt matarsóda. Sjóðið vatnið og hellið yfir döðlurnar og látið standa í 5 mín.
Setijð þá döðlurnar ásamt vatninu, vanilludropum, sykrinum, kókosolíunni og haframjólk í blandara og vinnið vel saman þar til döðlurnar hafa maukast vel.
Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið í með sleif. Hellið úr blandarakönnunni yfir þurrefnin og hrærið vel saman. Hellið í smurt formið og bakið í ca. 50 mín eða þar til prjónn kemur hreinn upp. Varist þó að baka kökuna of lengi.
Berið kökuna volga fram, dustið flórsykri yfir áður.
Þessi er alveg dásamleg á köldum vetrardögum með góðum kaffibolla.