fbpx

Einföld eplabaka með kanil og kardimommum

Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða of harður. Bakan er alls ekki of sæt og býður upp á marga möguleika. Það væri hægt að strá söxuðum hnetum yfir hana undir lok bökunartímans t.d eða dreifa smá karamellusósu yfir. Ég toppa hana með dásamlegu vanillusósunni frá Oatly en hún er alveg ómissandi með eplabökum og svo góð þegar hún hefur verið þeytt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 215 g hveiti
 1 msk hrásykur
 0,25 tsk himalaya salt
 140 g ískalt smjörlíki eða vegan smjör í bitum
 4 msk klakavatn (vatni hellt yfir klaka svo það sé alveg ískalt)
 5 lítil græn epli (eða 3 stór) skorin í sneiðar
 50 g hrásykur
 1 tsk kanill (jafnvel meira)
 0,50 tsk malaðar kardimommur
 2 tsk hveiti
 Grófur hrásykur eða perlusykur
 Oatly visp hafrarjómi

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni í matvinnsluvél. Setjið smjörið út smám saman og púlsið á milli. Setjið vatnið saman við, 1 msk í einu og púlsið á milli þar til deigið er aðeins farið að klessast saman. Varist að setja of mikið vatn.

2

Skafið úr matvinnsluvélarskálinni á borð og hnoðið deigið saman þar til það er orðið samfellt. Mótið deigið í flatan hring og pakkið inn í plastfilmu. Látið bíða í kæli í að minnsta kosti 1 klst.

3

Útbúið fyllinguna með því að skræla eplin og skera í sneiðar. Setjið eplasneiðarnar í skál og stráið sykri, hveiti, kanil og kardimommum yfir eplin og blandið vel saman.

4

Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Takið deigið úr ísskápnum og setjið á hveiti stráð borð, varist að nota of mikið hveiti. Fletið deigið út með kökukefli og gott að miða við 12- 14 tommur (hugsa í pítsustærð!)

5

Setijð bökudeigið á bökunarpappírinn með því að brjóta það lauslega í tvennt og svo aftur í tvennt, það er auðveldara að færa það yfir á plötuna þannig.

6

Lagið botninn til og byrjið að raða eplasneiðunum á botninn. Gott er að skila svona 5cm eftir að brúninni. Ég raða þeim í einhvern hring en það skiptir ekki öllu máli hvernig það er gert.

7

Brjótið kantana yfir eplin, penslið Oatly visp rjóma yfir kantana og stráið grófum hrásykri yfir.

8

Bakið við 190°C blástur í 50-60 mín, fer eftir ofnum. Fylgist bara vel með.

9

Þeytið restina af Oatly visp rjómanum og berið fram með volgri kökunni


DeilaTístaVista

Hráefni

 215 g hveiti
 1 msk hrásykur
 0,25 tsk himalaya salt
 140 g ískalt smjörlíki eða vegan smjör í bitum
 4 msk klakavatn (vatni hellt yfir klaka svo það sé alveg ískalt)
 5 lítil græn epli (eða 3 stór) skorin í sneiðar
 50 g hrásykur
 1 tsk kanill (jafnvel meira)
 0,50 tsk malaðar kardimommur
 2 tsk hveiti
 Grófur hrásykur eða perlusykur
 Oatly visp hafrarjómi

Leiðbeiningar

1

Setjið þurrefni í matvinnsluvél. Setjið smjörið út smám saman og púlsið á milli. Setjið vatnið saman við, 1 msk í einu og púlsið á milli þar til deigið er aðeins farið að klessast saman. Varist að setja of mikið vatn.

2

Skafið úr matvinnsluvélarskálinni á borð og hnoðið deigið saman þar til það er orðið samfellt. Mótið deigið í flatan hring og pakkið inn í plastfilmu. Látið bíða í kæli í að minnsta kosti 1 klst.

3

Útbúið fyllinguna með því að skræla eplin og skera í sneiðar. Setjið eplasneiðarnar í skál og stráið sykri, hveiti, kanil og kardimommum yfir eplin og blandið vel saman.

4

Setjið bökunarpappír á ofnplötu. Takið deigið úr ísskápnum og setjið á hveiti stráð borð, varist að nota of mikið hveiti. Fletið deigið út með kökukefli og gott að miða við 12- 14 tommur (hugsa í pítsustærð!)

5

Setijð bökudeigið á bökunarpappírinn með því að brjóta það lauslega í tvennt og svo aftur í tvennt, það er auðveldara að færa það yfir á plötuna þannig.

6

Lagið botninn til og byrjið að raða eplasneiðunum á botninn. Gott er að skila svona 5cm eftir að brúninni. Ég raða þeim í einhvern hring en það skiptir ekki öllu máli hvernig það er gert.

7

Brjótið kantana yfir eplin, penslið Oatly visp rjóma yfir kantana og stráið grófum hrásykri yfir.

8

Bakið við 190°C blástur í 50-60 mín, fer eftir ofnum. Fylgist bara vel með.

9

Þeytið restina af Oatly visp rjómanum og berið fram með volgri kökunni

Einföld eplabaka með kanil og kardimommum

Aðrar spennandi uppskriftir