fbpx

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Tvær foreldaðar kjúklingabringur
 250 g heilhveiti pasta skrúfur
 190 g (ein krukka) grænt pestó frá Filippo Berio
 Safi úr ½ sítrónu
 300 g aspars
 1 lítill brokkolí haus
 45 g furuhnetur
 Parmareggio Parmesan ostur
 Ferskt basil
 Toscano PGI Filippo Berio extra virgin ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum, stillið á 200ºC. Skerið brokkolíið niður í bita og raðið á ofnplötu ásamt aspasnum, setjið ólífu olíu yfir ásamt salt og pipar. Bakið í 20 mín í ofninum eða þar til grænmetið er bakað í gegn.

2

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

3

Skerið kjúlingabringurnar niður í bita, setjið út á pastað ásamt pestóinu, parmesanosti og sítrónusafa.

4

Setjið bakaða grænmetið út á pastað og raðið á fallegt fat. Dreifið fururhnetum yfir, parmesan osti og fersku basil.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 Tvær foreldaðar kjúklingabringur
 250 g heilhveiti pasta skrúfur
 190 g (ein krukka) grænt pestó frá Filippo Berio
 Safi úr ½ sítrónu
 300 g aspars
 1 lítill brokkolí haus
 45 g furuhnetur
 Parmareggio Parmesan ostur
 Ferskt basil
 Toscano PGI Filippo Berio extra virgin ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum, stillið á 200ºC. Skerið brokkolíið niður í bita og raðið á ofnplötu ásamt aspasnum, setjið ólífu olíu yfir ásamt salt og pipar. Bakið í 20 mín í ofninum eða þar til grænmetið er bakað í gegn.

2

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

3

Skerið kjúlingabringurnar niður í bita, setjið út á pastað ásamt pestóinu, parmesanosti og sítrónusafa.

4

Setjið bakaða grænmetið út á pastað og raðið á fallegt fat. Dreifið fururhnetum yfir, parmesan osti og fersku basil.

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Fullhlaðið kjúklinga nachosHelgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt. Fullhlaðið nachos með kjúklingi, svörtum baunum, maís, ostasósu og salsasósu. Frábær réttur…