Einfaldir Oreo ostakökubitar

  

nóvember 11, 2015

Ótrúlega ljúffengir og fljótlegir Oreo ostakökubitar.

Hráefni

36 Oreo kexkökur, skipt niður

115 g smjör, skipt niður

4 pakkar Philadelphia rjómaostur

200 g sykur

1 sýrður rjómi

1 tsk vanilludropar

4 egg

200 g suðusúkkulaði

Leiðbeiningar

1Setjið álpappír í bökunarform á stærð við lasagnafat (eða notið hreinlega lasagnafat). Setjið 24 Oreokökur í matvinnsluvél og myljið niður, þó ekki of fínt (gott að láta vélina á pulse). Ef þið eigið ekki matvinnsluvél, setjið einfaldlega kökurnar í plastpoka, lokið pokanum og látið kökukefli eða hnefann dynja á kökunum (fínasta útrás).

2Bræðið helminginn af smjörinu og blandið saman við muldu Oreokökurnar. Setjið í botninn á bökunarforminu og þrýstið vel niður.

3Hrærið rjómaosti og sykri saman og bætið sýrða rjómanum og vanilludropum út í. Setjið egg út í, einu í einu þar til það hefur blandast vel saman.

4Takið afganginn af Oreokökunum og grófsaxið þær og bætið saman við rjómaostablönduna. Hellið þessu síðan yfir Oreo botninn.

5Setjið inn í 165°c heitan ofn í um 45 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í um 20 mínútur.

6Bræðið súkkulaðið og afganginn af smjörinu saman (ég nota örbylgjuofninn til þess) og dreifið yfir ostakökuna.

7Geymið kökuna í kæli í amk. 4 tíma þar til hún er borin fram. Skerið í bita og njótið vel.

Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Dirt Cup mjólkurhristingur

Þetta er í raun lúxus útgáfa af Oreo sjeik ef svo mætti að orði komast svo ef þið elskið Oreo….þá munið þið elska þennan drykk!

Dumle karamellupopp

Gómsætt karamellupopp sem tekur enga stund að gera!