fbpx

Einfaldir Oreo ostakökubitar

Ótrúlega ljúffengir og fljótlegir Oreo ostakökubitar.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 36 Oreo kexkökur, skipt niður
 115 g smjör, skipt niður
 4 pakkar Philadelphia rjómaostur
 200 g sykur
 1 sýrður rjómi
 1 tsk vanilludropar
 4 egg
 200 g suðusúkkulaði

Leiðbeiningar

1

Setjið álpappír í bökunarform á stærð við lasagnafat (eða notið hreinlega lasagnafat). Setjið 24 Oreokökur í matvinnsluvél og myljið niður, þó ekki of fínt (gott að láta vélina á pulse). Ef þið eigið ekki matvinnsluvél, setjið einfaldlega kökurnar í plastpoka, lokið pokanum og látið kökukefli eða hnefann dynja á kökunum (fínasta útrás).

2

Bræðið helminginn af smjörinu og blandið saman við muldu Oreokökurnar. Setjið í botninn á bökunarforminu og þrýstið vel niður.

3

Hrærið rjómaosti og sykri saman og bætið sýrða rjómanum og vanilludropum út í. Setjið egg út í, einu í einu þar til það hefur blandast vel saman.

4

Takið afganginn af Oreokökunum og grófsaxið þær og bætið saman við rjómaostablönduna. Hellið þessu síðan yfir Oreo botninn.

5

Setjið inn í 165°c heitan ofn í um 45 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í um 20 mínútur.

6

Bræðið súkkulaðið og afganginn af smjörinu saman (ég nota örbylgjuofninn til þess) og dreifið yfir ostakökuna.

7

Geymið kökuna í kæli í amk. 4 tíma þar til hún er borin fram. Skerið í bita og njótið vel.


Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

MatreiðslaMerking, , ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 36 Oreo kexkökur, skipt niður
 115 g smjör, skipt niður
 4 pakkar Philadelphia rjómaostur
 200 g sykur
 1 sýrður rjómi
 1 tsk vanilludropar
 4 egg
 200 g suðusúkkulaði

Leiðbeiningar

1

Setjið álpappír í bökunarform á stærð við lasagnafat (eða notið hreinlega lasagnafat). Setjið 24 Oreokökur í matvinnsluvél og myljið niður, þó ekki of fínt (gott að láta vélina á pulse). Ef þið eigið ekki matvinnsluvél, setjið einfaldlega kökurnar í plastpoka, lokið pokanum og látið kökukefli eða hnefann dynja á kökunum (fínasta útrás).

2

Bræðið helminginn af smjörinu og blandið saman við muldu Oreokökurnar. Setjið í botninn á bökunarforminu og þrýstið vel niður.

3

Hrærið rjómaosti og sykri saman og bætið sýrða rjómanum og vanilludropum út í. Setjið egg út í, einu í einu þar til það hefur blandast vel saman.

4

Takið afganginn af Oreokökunum og grófsaxið þær og bætið saman við rjómaostablönduna. Hellið þessu síðan yfir Oreo botninn.

5

Setjið inn í 165°c heitan ofn í um 45 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið að kólna í um 20 mínútur.

6

Bræðið súkkulaðið og afganginn af smjörinu saman (ég nota örbylgjuofninn til þess) og dreifið yfir ostakökuna.

7

Geymið kökuna í kæli í amk. 4 tíma þar til hún er borin fram. Skerið í bita og njótið vel.

Einfaldir Oreo ostakökubitar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…
MYNDBAND
JarðaberjarósirJarðarberjarósir, brætt Toblerone og freyðivín er fullkomið trít fyrir Valentínusardaginn 🌹🥂 Komdu ástinni þinni á óvart með öðruvísi blómvendi sem…
MYNDBAND
JarðaberjabollurEinfaldar og bragðgóðar vatnsdeigsbollur fylltar með jarðarberjarjóma og toppaðar með hvítu súkkulaði. Hér eru notuð bragðgóðu jarðarberin frá Driscolls í…