Einföld og góð súkkulaðikaka sem er án eggja.

Uppskrift
Hráefni
Súkkulaðikaka
180 g hveiti
30 g gæðakakó frá Cadbury
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
240 ml mjólk (eða vatn)
150 g sykur
80 ml kókosolía eða bráðið smjör
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilludropar
Kökukrem:
55 g smjör, lint en kalt
3 msk Cadbury frá gæðakakó
180 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 1/2 msk mjólk eða rjómi
Leiðbeiningar
1
Sigtið hveitið að minnsta kosti tvisvar, það gerir kökuna léttari í sér. Blandið þurrefnum fyrir kökuna saman í hrærivélaskál.
2
Gerið holu í miðjuna og látið mjólk/vatn og olíu/smjör þar í ásamt sítrónusafa og vanilludropum.Hrærið varlega saman þar til allt hefur blandast saman, ekki lengur.
3
Setjið smjörpappír í bökunarform (20-22cm) og hellið deiginu þar í.
4
Látið í 170°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Takið úr ofni og setjið á grind og kælið.
5
Kökukrem: Hrærið smjörið lítillega og bætið hinum hráefnunum saman við. Setjið kremið yfir kökuna þegar hún er orðin köld og skreytið að vild.
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaBakstur, EftirréttirTegundÍslenskt
Hráefni
Súkkulaðikaka
180 g hveiti
30 g gæðakakó frá Cadbury
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
240 ml mjólk (eða vatn)
150 g sykur
80 ml kókosolía eða bráðið smjör
1 msk sítrónusafi
1 tsk vanilludropar
Kökukrem:
55 g smjör, lint en kalt
3 msk Cadbury frá gæðakakó
180 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
2 1/2 msk mjólk eða rjómi