Hver elskar ekki eðlu eða burrito? Því ekki þá að sameina þessar dásemdir og gera bara eðlu burrito ?
Steikjið hakkið á pönnu og kryddið
Bætið svo salsasósunni og maísbaunum út á, hitið ögn saman og slökkvið undir
Smyrjið svo rjómaostinum yfir alla vefjuna og dreifið rifnum osti yfir
Setjið svo vel af hakkinu á miðja vefjuna og rúllið upp
Hitið svo vefjuna á pönnu þar til mozzarella osturinn er bráðnaður og njótið
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki