Hér er dýrðlegt Mexíkó kjúklingalasagna sem er afar auðvelt að gera og tekur ekki nema 40 mín í allt frá byrjun til enda
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að gera kyddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum sem fer í hana saman
Setjið næst úrbeinaða kjúklingaleggi í matvinnsluvél með hnífinn á og ýtið á pulse og maukið þar til er orðið að litlum bitum en ekki of lengi samt því þá verður kjúllinn seigur
Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið kúklinginn út á og saltið vel yfir og hellið allri kryddblöndunni yfir líka (ykkur gæti fundist hún of mikið en hún er það ekki)
Leyfið að malla þar til kjúklingurinn er orðin hvítur og hellið þá salsasósu, rjóma og limeberki út á. Passið að raspa bara græna lagið af berkinum, ekki ofan í hvíta. Kveikið nú á ofninum á 190 °C blástur eða 200 °C ekki blástur
Látið malla í 5-10 mínútur á pönnuni og gerið hvítu sósuna á meðan með því að hræra öllu sem er í henni saman í skál og leggja svo til hliðar
Setjið næst maísbaunir út á pönnuna hrærið og slökkvið undir og byrjið að raða í eldfast mót
Fyrst er sett kjúklingasalsað, næst vefja, hvít sósa smurð á vefjuna, aftur kjúklingasalsa, vefja, hvít sósa og að lokum annað lag kjúklingasalsa. Sýður rjómi settur efst ofan á og rifnum mozzarella og cheddar stráð yfir allt og gott að setja smá paprikuduft yfir ostinn
Bakið í ofninum í 20 mín og berið fram með guacamole sem þið finnið uppskrift af hér og sýrðum rjóma
Uppskrift frá Maríu á paz.is
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að gera kyddblönduna með því að hræra öllum innihaldsefnum sem fer í hana saman
Setjið næst úrbeinaða kjúklingaleggi í matvinnsluvél með hnífinn á og ýtið á pulse og maukið þar til er orðið að litlum bitum en ekki of lengi samt því þá verður kjúllinn seigur
Hitið ólífuolíu á pönnu og setjið kúklinginn út á og saltið vel yfir og hellið allri kryddblöndunni yfir líka (ykkur gæti fundist hún of mikið en hún er það ekki)
Leyfið að malla þar til kjúklingurinn er orðin hvítur og hellið þá salsasósu, rjóma og limeberki út á. Passið að raspa bara græna lagið af berkinum, ekki ofan í hvíta. Kveikið nú á ofninum á 190 °C blástur eða 200 °C ekki blástur
Látið malla í 5-10 mínútur á pönnuni og gerið hvítu sósuna á meðan með því að hræra öllu sem er í henni saman í skál og leggja svo til hliðar
Setjið næst maísbaunir út á pönnuna hrærið og slökkvið undir og byrjið að raða í eldfast mót
Fyrst er sett kjúklingasalsað, næst vefja, hvít sósa smurð á vefjuna, aftur kjúklingasalsa, vefja, hvít sósa og að lokum annað lag kjúklingasalsa. Sýður rjómi settur efst ofan á og rifnum mozzarella og cheddar stráð yfir allt og gott að setja smá paprikuduft yfir ostinn
Bakið í ofninum í 20 mín og berið fram með guacamole sem þið finnið uppskrift af hér og sýrðum rjóma