fbpx

Dýrðleg sveppasósa með svörtum kantarellum

Rjómalöguð sveppasósa með svörtum kantarellum sem passar fullkomlega við hreindýrið. Sósan passar einnig með hvaða öðru kjöti sem er.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 150 gr ferskir kastaníusveppir
 ½ box þurrkaðar svartar kantarellur frá Borde
 25 gr smör til steikingar á sveppum
 ½ tsk salt fyrir sveppi
 50 gr smjör
 1 dl hveiti
 4 dl volgt vatn
 5 dl nýmjólk
 1,5 dl rjómi
 ½ dl hreinn rjómaostur
 2 msk villikraftur frá Oscar
 1 sveppateningur
 1 pakki rauðvínssósa
 2 msk púðursykur
 1 msk rifsberjahlaup
 1 tsk villijurtir frá Pottagöldrum eða þurrkað timian frá Santa María
 ½ tsk borðsalt
 Svartur pipar
 Sósulitur

Leiðbeiningar

1

Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið svo smátt ásamt ferskum sveppum.

2

Bræðið 25 gr smjör á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk

3

Steikjið bæði þurrkaða og ferska sveppi upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk af borðsalti þar til þeir eru vel brúnir

4

Setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið undir pönnuni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið svo hliðar

5

Bræðið 50 gr smjör í potti og setjið svo hveitið út á og hrærið vel þar til verður að smjörbollu, hrærið í 1 mínútu og hellið volgu vatninu smátt og smátt út á meðan hrært er vel í á meðan þykknar í glansandi silkimjúkan jafning

6

Bætið næst púðursykri, rifsberjahlaupi, villikrafti, sveppateningum, 1/2 tsk borðsalti, pipar, villijurtum og duftinu úr rauðvínssúpunni út á og hrærið öllu vel saman þar til teningar eru full leystir upp

7

Setjið þá mjólk, rjóma og rjómaost út á og hrærið vel saman og setjið sósulit út í þannig sósan verði fallega brún

8

Setjið svo alla sveppi út í sósuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir

9

Leyfið sósunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur

10

Smakkið til og saltið og piprið ef þarf

Punktar
11

Þessi sósa hentar með hvaða kjöti sem er, en gott er þá að skipta kraftinum út, t.d lambakraftur með lambakjöti eða svínakraft með svínakjöti.


Uppskrift frá Maríu á paz.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 150 gr ferskir kastaníusveppir
 ½ box þurrkaðar svartar kantarellur frá Borde
 25 gr smör til steikingar á sveppum
 ½ tsk salt fyrir sveppi
 50 gr smjör
 1 dl hveiti
 4 dl volgt vatn
 5 dl nýmjólk
 1,5 dl rjómi
 ½ dl hreinn rjómaostur
 2 msk villikraftur frá Oscar
 1 sveppateningur
 1 pakki rauðvínssósa
 2 msk púðursykur
 1 msk rifsberjahlaup
 1 tsk villijurtir frá Pottagöldrum eða þurrkað timian frá Santa María
 ½ tsk borðsalt
 Svartur pipar
 Sósulitur

Leiðbeiningar

1

Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið svo smátt ásamt ferskum sveppum.

2

Bræðið 25 gr smjör á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk

3

Steikjið bæði þurrkaða og ferska sveppi upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk af borðsalti þar til þeir eru vel brúnir

4

Setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið undir pönnuni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið svo hliðar

5

Bræðið 50 gr smjör í potti og setjið svo hveitið út á og hrærið vel þar til verður að smjörbollu, hrærið í 1 mínútu og hellið volgu vatninu smátt og smátt út á meðan hrært er vel í á meðan þykknar í glansandi silkimjúkan jafning

6

Bætið næst púðursykri, rifsberjahlaupi, villikrafti, sveppateningum, 1/2 tsk borðsalti, pipar, villijurtum og duftinu úr rauðvínssúpunni út á og hrærið öllu vel saman þar til teningar eru full leystir upp

7

Setjið þá mjólk, rjóma og rjómaost út á og hrærið vel saman og setjið sósulit út í þannig sósan verði fallega brún

8

Setjið svo alla sveppi út í sósuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir

9

Leyfið sósunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur

10

Smakkið til og saltið og piprið ef þarf

Punktar
11

Þessi sósa hentar með hvaða kjöti sem er, en gott er þá að skipta kraftinum út, t.d lambakraftur með lambakjöti eða svínakraft með svínakjöti.

Dýrðleg sveppasósa með svörtum kantarellum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…