fbpx

Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringir

Þessir ostaköku kleinuhringir eru þeir mýkstu sem ég hef smakkað! Áferðin á ostakökunni sjálfri er eins og silki og eitt af því sem þegar þú hefur smakkað þá er ekki möguleiki á að hætta að borða.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 22 OREO kökur
 75 g vegan smjör
 450 g Oatly hafrasmurostur (PåMackan)
 150 g flórsykur
 1 msk kakó
 1 tsk vanilludropar
 75 g Oatly sýrður hafrarjómi (iMat Fraiche)
 200 g vegan súkkulaði
 100 ml kókosmjólk (með háu fituinnihaldi)
 5 oreo kexkökur

Leiðbeiningar

1

Myljið oreo kexkökurnar í blandara þangað til kexið verður að fínu mjöli, bræðið smjörið og blandið því saman við.

2

Smyrjið kleinuhringjamót, skerið smjörpappír í lengjur (u.þ.b. 1 cm x 10 cm) og leggið tvær lengjur í hvert mót. Setjið kexblönduna í botninn á hverju kleinuhringja móti og setjið svo í frystinn.

3

Blandið saman Oatly rjómaostinum, flórsykri, kakó, vanilludropum og Oatly sýrðum rjóma, setjið blönduna ofan á kexbotninn. Setjið aftur í frystinn.

4

Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál. Hitið kókosmjólkina nánast að suðu (látið ekki sjóða), hellið mjólkinni yfir súkkulaðið og hrærið létt saman með skeið.

5

Takið kleinuhringina úr mótinu á meðan þeir eru vel frosnir, gott er að toga í smjörpappírinn og nota hníf á sama tíma. Fjarlægjið smjörpappírinn og hellið súkkulaðinu yfir hvern kleinuhring, brjótið oreo kexkökurnar og skreytið kleinuhringina með þeim.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 22 OREO kökur
 75 g vegan smjör
 450 g Oatly hafrasmurostur (PåMackan)
 150 g flórsykur
 1 msk kakó
 1 tsk vanilludropar
 75 g Oatly sýrður hafrarjómi (iMat Fraiche)
 200 g vegan súkkulaði
 100 ml kókosmjólk (með háu fituinnihaldi)
 5 oreo kexkökur

Leiðbeiningar

1

Myljið oreo kexkökurnar í blandara þangað til kexið verður að fínu mjöli, bræðið smjörið og blandið því saman við.

2

Smyrjið kleinuhringjamót, skerið smjörpappír í lengjur (u.þ.b. 1 cm x 10 cm) og leggið tvær lengjur í hvert mót. Setjið kexblönduna í botninn á hverju kleinuhringja móti og setjið svo í frystinn.

3

Blandið saman Oatly rjómaostinum, flórsykri, kakó, vanilludropum og Oatly sýrðum rjóma, setjið blönduna ofan á kexbotninn. Setjið aftur í frystinn.

4

Skerið súkkulaðið smátt niður og setjið í skál. Hitið kókosmjólkina nánast að suðu (látið ekki sjóða), hellið mjólkinni yfir súkkulaðið og hrærið létt saman með skeið.

5

Takið kleinuhringina úr mótinu á meðan þeir eru vel frosnir, gott er að toga í smjörpappírinn og nota hníf á sama tíma. Fjarlægjið smjörpappírinn og hellið súkkulaðinu yfir hvern kleinuhring, brjótið oreo kexkökurnar og skreytið kleinuhringina með þeim.

Dúnamjúkir súkkulaði Oreo ostaköku kleinuhringir

Aðrar spennandi uppskriftir