Print Options:








Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu

Magn1 skammtur

Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir.

 1 1/2 bolli sjóðandi vatn
 1 bolli grófir hafrar frá Rapunzel
 1 bolli demerara sykur frá Rapunzel
 1 bolli Cristallino hrásykur frá Rapunzel
 115 g mjúkt smjör
 2 egg við stofuhita
 1 1/3 bolli hveiti
 1 tsk kanill
 1 tsk matarsódi
 1/2 tsk salt
Kókoskaramella:
 115 g smjör
 1 bolli demerara sykur frá Rapunzel
 1 bolli kókosmjöl frá Rapunzel
 1 msk mjólk
1

Hitið ofninn í 175°C og takið fram skúffukökuform eða stórt kringlótt

2

Sjóðið vatnið og hellið yfir hafrana í skál og setjið til hliðar.

3

Þeytið saman þar til létt og ljóst, smjörið, sykurinn og eggin

4

Í annarri skál blandið saman þurrefnum. Blandið svo saman með sleikju, um það bil helmingnum af hveitinu saman við sykurblönduna, hrærið svo höfrunum út í og rest af hveitinu.

5

Setjið deigið í formið og bakið í ca. 30 mín, fer eftir ofnum þó.

6

Takið kökuna út og kveikið á grillinu í ofninum og lagið karamelluna.

7

Fyrir karamelluna, þá blandið saman sykri, smjöri og mjólk í potti, hitið að suðu og látið malla í eina mínútu, bætið þá kókosnum saman við og smyrjið yfir kökuna með sleikju.

8

Setjið undir grillið í svona 2-3 mínútur, en eins og með kökuna, þá verður bara að fylgjast vel með þar sem grillin í ofnunum geta verið afar misjöfn, sumstaðar gæti 1 mínúta verið alveg nóg.