fbpx

Dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús

Einföld og dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús toppi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 New York ostakaka frá My Sweet Deli
 250 ml rjómi
 1,5 gelatín blöð
 2 egg
 2 eggjahvítur
 50 g sykur
 300 g 56% súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

2

Setjið gelatín blöðin í skál með köldu vatni.

3

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, munið eftir að gera það varlega og passið að brenna ekki súkkulaðið.

4

Setjið eggin, eggjahvíturnar og sykurinn í skál sem passar líka á pottinn sem þið notuðuð til þess að bræða súkkulaðið og hrærið kröftuglega saman með pískara yfir vatnsbaðinu þar til eggjablandan nær 60°C (notið nammihitamæli, kjöthitamæli eða hitamælisbyssu). Tilgangurinn með því að hita eggjablönduna er að bræða sykurinn og það er afar mikilvægt að hræra vel svo eggin eldist ekki. Um leið og eggjablandan nær 60ºC smellið þá blöndunni í hrærivél og þeytið þar til blandan verður ljós og létt.

5

Kreistið allt vatn úr gelatín blöðunum og setjið í hreina skál sem er líka hægt að setja á pottinn og bræðið gelatínið yfir vatnsbaði, setjið brædda gelatínið í eggjablönduna og hrærið saman við.

6

Því næst er súkkulaðinu blandað varlega saman við eggjablönduna og svo rjómann.

7

Takið kökuna úr frystinum og setjið á fallegan kökudisk, mjög sniðugt að setja smá slettu af súkkulaðimús á miðjan diskinn undir kökuna svo hún renni ekki til á disknum.

8

Setjið hringlaga stút í sprautupoka (ca 1 cm breiður stútur eða örlítið minni) og setjið því næst súkkulaðimúsina ofan í pokann. Sprautið doppur fyrst á úthring kökunnar og vinnið ykkur inn.

9

Skreytið kökuna með matarglimmeri og blómum.


Uppskrift frá Lindu Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 New York ostakaka frá My Sweet Deli
 250 ml rjómi
 1,5 gelatín blöð
 2 egg
 2 eggjahvítur
 50 g sykur
 300 g 56% súkkulaði

Leiðbeiningar

1

Þeytið rjómann og leggið til hliðar.

2

Setjið gelatín blöðin í skál með köldu vatni.

3

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, munið eftir að gera það varlega og passið að brenna ekki súkkulaðið.

4

Setjið eggin, eggjahvíturnar og sykurinn í skál sem passar líka á pottinn sem þið notuðuð til þess að bræða súkkulaðið og hrærið kröftuglega saman með pískara yfir vatnsbaðinu þar til eggjablandan nær 60°C (notið nammihitamæli, kjöthitamæli eða hitamælisbyssu). Tilgangurinn með því að hita eggjablönduna er að bræða sykurinn og það er afar mikilvægt að hræra vel svo eggin eldist ekki. Um leið og eggjablandan nær 60ºC smellið þá blöndunni í hrærivél og þeytið þar til blandan verður ljós og létt.

5

Kreistið allt vatn úr gelatín blöðunum og setjið í hreina skál sem er líka hægt að setja á pottinn og bræðið gelatínið yfir vatnsbaði, setjið brædda gelatínið í eggjablönduna og hrærið saman við.

6

Því næst er súkkulaðinu blandað varlega saman við eggjablönduna og svo rjómann.

7

Takið kökuna úr frystinum og setjið á fallegan kökudisk, mjög sniðugt að setja smá slettu af súkkulaðimús á miðjan diskinn undir kökuna svo hún renni ekki til á disknum.

8

Setjið hringlaga stút í sprautupoka (ca 1 cm breiður stútur eða örlítið minni) og setjið því næst súkkulaðimúsina ofan í pokann. Sprautið doppur fyrst á úthring kökunnar og vinnið ykkur inn.

9

Skreytið kökuna með matarglimmeri og blómum.

Dúna mjúk ostakaka með þykkri og kröftugri súkkulaðimús

Aðrar spennandi uppskriftir