Processed with VSCO with p5 preset
Processed with VSCO with p5 preset

Dumle pie með salthnetum og mjólkursúkkulaði

  ,   

janúar 8, 2019

Súkkulaði og karamellu pie með hnetum.

  • Fyrir: 8-10

Hráefni

220 g ültje salthnetur - skipt í 95g og 125g

125 g hveiti

25 g púðursykur

¼ tsk sjávarsalt

115 g ósaltað smjör, kalt og skorið í bita

3 msk ískalt vatn

360 g Dumle karamellur

½ dl rjómi

200 g Milka mjólkursúkkulaði

1 msk rjómi

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 175°C.

2Setjið 95 g af salthnetum í matvinnsluvél ásamt hveiti, salti, púðursykri og púlsið þangað til áferðin verður líkt og gróft mjöl.

3Bætið þá við köldu smjörinu og púlsið áfram þar til smjörið verður eins og litlar baunir. Setjið þá blönduna og hnoðið köldu vatninu saman við. Passið að hnoða deigið bara rétt svo að það loði saman.

4Setjið bökunarpappír í botn á 24cm bökuformi og þjappið deiginu ofan í. Það er gott að setja smá hveiti á fingurna áður og passið að þjappa því eins jafnt í formið og hægt er, bæði botn og upp á kanta. Gatið botninn vel með gaffli og bakið hann í ca. 20 mínútur.

5Á meðan botninn bakast tökum við karamellurnar úr plastinu og setjum í pott ásamt rjómanum. Bræðum þær á vægum hita þar til þær eru alveg samlagaðar. Slökkvið á hellunni og bætið við 125gr af salthnetum út í og hrærið saman.

6Þegar botninn er tilbúinn er hann tekinn út úr ofninum og Dumle karamellublöndunni hellt yfir og slétt úr.

7Bræðum því næst mjólkursúkkulaði í vatnsbaði ásamt 1 msk af rjóma. Þegar súkkulaðið er nánast alveg bráðið er skálin tekin af pottinum og hrært þangað til alveg samlagað.

8Smyrjið súkkulaðinu yfir karamellufyllinguna og skreytið með söxuðum Dumle karamellum og salthnetum. Geymið í kæli.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.