Dumle Karamellubitar með Krönsi

  ,

mars 24, 2020

Einföld dásemd í framkvæmd, tilvalin í veislur.

  • Fyrir: 30-40 stykki

Hráefni

2 pokar Dumle karamellur (2 x 120 g)

750 g súkkulaði

3 msk. sýróp

50 g smjör

200 g Rice Krispies

Um 150 g saltkringlur

1 msk. rjómi

Leiðbeiningar

1Bræðið saman í potti 200 af suðusúkkulaði, 1 poka af Dumle karamellum, sýróp og smjör þar til allt er bráðið saman og leyfið að bubbla í um eina mínútu og takið þá af hellunni.

2Blandið Rice Krispies saman við, klæðið ofnskúffu með bökunarpappír og hellið hrísblöndunni þar á og dreifið jafnt úr.

3Bræðið næst 450 g af suðusúkkulaði og smyrjið þunnu lagi jafnt yfir hrísbotninn, raðið saltkringlum þétt yfir allt saman áður en súkkulaðið storknar.

4Bræðið nú hinn Dumle karamellupokann með 1 msk. af rjóma og hrærið stanslaust í þar til kekkjalaus karamella hefur myndast. Dreifið henni óreglulega yfir saltkringlurnar.

5Að lokum má bræða restina af suðusúkkulaðinu (100 g) og dreifa því einnig óreglulega yfir saltkringlur og karamellu.

6Setjið í ísskáp þar til súkkulaðið hefur storknað og skerið síðan niður í bita.

Uppskrift frá Berglindi á gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.