Dumle Karamellubitar

  , ,

júní 8, 2021

Karamellukökubitar sem eru aðeins of djúsí, löðrandi í karamellu með smákökubita botni og þrenns konar súkkulaði, tilvalið í veislurnar.

Hráefni

Botninn

275 gr hveiti

1 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

1 msk maizena mjöl

115 gr brætt smjör

55 gr sykur

135 gr púðursykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

280 gr Milka Big Triolade (fæst m.a í Fjarðarkaup) eða 100 gr hvítt súkkulaði, 100 gr dökkt súkkulaði og 100 gr mjólkursúkkulaði (s.s 300 gr í allt)

Karamella

5 pakkar eða 600 gr af Dumle karamellum (ég notaði tutti frutti en það má líka nota þessar hefðbundnu ef þið viljið ekki hafa ávaxtakeim)

1/2 dl rjómi

Hér má líka minnka karamelluna og gera bara helming af henni eða 300 gr Dumle karamellur og 2 msk rjóma

Súkkulaði ofan á

280 gr Milka Big Triolade eða ..

100 gr hvítt súkkulaði

100 gr dökkt súkkulaði

100 gr mjólkursúkkulaði (s.s 300 gr í allt)

Leiðbeiningar

Botninn

1Byrjið á að hita ofninn í 180 °C blástur

2Setjið smjörpappír í ferkantað mót sem er c.a 23 cm x 23 cm eða í 21 cmx 30 cm, og látið hann standa upp úr meðfram hliðunum

3Byrjið á að setja hveiti, matarsóda, salt og maizena mjöl saman í eina skál og hræra með skeið

4Setjið í hrærivélarskál brætt smjörið og sykurinn og hrærið þar til sykurinn hefur bráðnað og blandast saman við smjörið og er orðið létt og ljóst (best er að nota hræraran en ekki þeytaran á vélinni)

5Bætið næst egginu út í ásamt vanilludropunum og þeytið áfram þar til verður þykkt, létt og ljóst

6Næst eru þurrefnin í hinni skálinni sett saman við og haldið áfram að hræra

7Slökkvið svo á vélinni og skerið niður súkkulaðið ef þið notið Milka eða heilar plötur en eins er hægt að nota súkkulaðidropa og þá þarf ekki að skera

8Bætið svo súkkulaðinu í hrærivélarskálina og hrærið saman þar til súkkulaðið er komið vel inn í deigið

9Þjappið næst deiginu í botninn á mótinu

10Stingið í heitan ofninn í 18-22 mín, þegar botninn virðist orðin þurr ofan á er kakan til og gott að taka hana þá út og láta kólna á borði

Karamella

1Setjið karamellurnar í pott ásamt rjómanum og bræðið vel saman þar til glansandi og silkislétt

2Ef þið viljið hafa minni karamellu er gott að helminga hana og nota þá bara 300 gr karamellur og 2 msk rjóma c.a

3Þegar botninn er kældur og karamellan tilbúin hellið henni þá yfir botninn en hafið kökubotninn enn í forminu sem hann var bakaður í, látið svo kólna og storkna smá á borði í mótinu

Súkkulaði ofan á

1Setjið botnfylli af vatni í pott og skál yfir pottinn, því það á að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði

2Ef þið notið Milka leyfið því þá að bráðna án þess að hræra of mikið í því ef þið viljið ná þessari þrílitu áferð ofan á

3Ef þið notið 100 gr af hvítu, rjóma og dökku súkkulaði af hvoru, þá er gott að bræða einn lit fyrir sig

4Þegar súkkulaðið er bráðið hellið því þá yfir karamelluna en kakan á enn að vera í forminu sem hún var bökuð í

5Takið næst tannstöngul eða gaffal og gerið mynstur í súkkulaðið með því að gera hringi í súkkulaðið og þá kemur þetta fallega þrílíta mynstur

6Stingið nú í frystir og leyfið kökunni að taka sig í minnst 2 klst

7Þegar kakan er tekin úr frystir er gott að taka hana upp úr mótinu með því að toga í smjörpappan sem var settur ofan í og stendur upp meðfram hliðunum

8skerið svo kökuna í annað hvort litla munnbita eða ferninga og berið fram strax

9Best er að geyma í frystir og taka út rétt áður en á að bera fram

Uppskrift frá Maríu hjá Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

„S‘mores brownies“

Um er að ræða útfærslu af S’mores brúnku sem ég bætti nýja uppáhalds namminu mínu við og útkoman varð algjör sprengja!

Súkkulaði- og kókoskaka án hveitis

Æðisleg kaka með kókos og súkkulaði.

Útileguskúffa

Það jafnast ekkert á við nýbakaða skúffuköku og ískalda mjólk! Nú eru útilegur og ferðalög að fara í gang að nýju og það er sannarlega hægt að slá í gegn með því að taka eina skúffuköku með í ferðalagið.