Dumle karamellubitar

  ,   

apríl 16, 2020

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Hráefni

250 g smjör, við stofuhita

0,5 dl ljóst síróp

200 g sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

300 g hveiti

2 pokar Dumle

Leiðbeiningar

1Þeytið smjör, síróp og sykur saman í skál þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bætið lyftidufti saman við hveitið og hrærið saman við sírópsblönduna.

3Saxið dumle og hrærið saman við.

4Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út.

5Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til orðið gyllt á lit.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Marengskaka með rjómaostakremi og súkkulaðibúðingi

Fjögurra laga kaka sem allir munu falla fyrir.

Sítrónu- og bláberjamuffins

Hér koma sykurlausar og sumarlegar sítrónu og bláberja muffins. Fullkomnar í nestisboxið á leikjanámskeiðið eða bara með kaffinu.

Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum

Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim.