Dumle karamellubitar

  ,   

apríl 16, 2020

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Hráefni

250 g smjör, við stofuhita

0,5 dl ljóst síróp

200 g sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

300 g hveiti

2 pokar Dumle

Leiðbeiningar

1Þeytið smjör, síróp og sykur saman í skál þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bætið lyftidufti saman við hveitið og hrærið saman við sírópsblönduna.

3Saxið dumle og hrærið saman við.

4Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út.

5Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til orðið gyllt á lit.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Súkkulaði ostakaka með krönsi

Ríkt bragð af Toblerone súkkulaði með Oreo Crumbs í kökunni og Oreo kexi í botninum, toppað með rjóma! Held ég þurfi ekki að reyna að selja þetta neitt mikið frekar…..

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu

Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.

Lífrænt fíkjunammi

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.