Dumle karamellubitar

  ,   

apríl 16, 2020

Mjúkir bakaðir karamellubitar.

Hráefni

250 g smjör, við stofuhita

0,5 dl ljóst síróp

200 g sykur

1 1/2 tsk lyftiduft

300 g hveiti

2 pokar Dumle

Leiðbeiningar

1Þeytið smjör, síróp og sykur saman í skál þar til blandan er orðin létt og ljós.

2Bætið lyftidufti saman við hveitið og hrærið saman við sírópsblönduna.

3Saxið dumle og hrærið saman við.

4Skiptið deiginu í tvo hluta og fletjið út.

5Setjið í 200°c heitan ofn í um 15 mínútur eða þar til orðið gyllt á lit.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí og dökkar brownies með möndlu- & kókossmjöri

Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út.

Toffifee pavlovur með súkkulaði- og kaffirjóma

Litlar pavlovur með súkkulaði- og kaffirjóma.

Súkkulaðiterta með mokkakremi

Jóla súkkulaðikaka með kaffikremi.