Dumle bláberja tart

  ,   , ,

september 1, 2016

Einföld Dumle súkkulaði kaka með Oreo botni sem bráðnar í munni.

Hráefni

Botn

2 pakkar af Oreo kex orginal mulið í matvinnsluvél (ca. 300gr)

100 gr smjör (brætt)

Fylling

250 gr rjómi

200 gr 60 %súkkulaði

1 poki (120 gr) af Dumle original

2 msk smjör

120 gr bláber

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið oreo kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið saman.

2Setjið í smjörpapírsklætt form og pressið vel, notið skeið til að mynda kant.

3Kælið í frysti í 5 mín Og útbúið fyllingu á meðan.

Fylling

1Saxið súkkulaðið í litla bita.

2Sjóðið upp á rjómanum takið af hitanum og hrærið súkkulaðinu og Dumle útí. Bætið smjörinu út í lokin.

3Hellið fyllingunni í Oreo botninn þegar hún er orðinn volg og setjið bláberin yfir.

4Kælið í minnsta kosti 4 tíma.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.