Dumle bláberja tart

  ,   , ,

september 1, 2016

Einföld Dumle súkkulaði kaka með Oreo botni sem bráðnar í munni.

Hráefni

Botn

2 pakkar af Oreo kex orginal mulið í matvinnsluvél (ca. 300gr)

100 gr smjör (brætt)

Fylling

250 gr rjómi

200 gr 60 %súkkulaði

1 poki (120 gr) af Dumle original

2 msk smjör

120 gr bláber

Leiðbeiningar

Botn

1Myljið oreo kexið í matvinnsluvél, bræðið smjörið og blandið saman.

2Setjið í smjörpapírsklætt form og pressið vel, notið skeið til að mynda kant.

3Kælið í frysti í 5 mín Og útbúið fyllingu á meðan.

Fylling

1Saxið súkkulaðið í litla bita.

2Sjóðið upp á rjómanum takið af hitanum og hrærið súkkulaðinu og Dumle útí. Bætið smjörinu út í lokin.

3Hellið fyllingunni í Oreo botninn þegar hún er orðinn volg og setjið bláberin yfir.

4Kælið í minnsta kosti 4 tíma.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir