fbpx

Draumkennd súkkulaðimús

Hér er hin sívinsæla Toblerone súkkulaðimús Gotterí komin í nýrri útfærslu til þess að gefa ykkur enn frekari hugmyndir til að nýta þessa undursamlegu uppskrift.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 18 Oreo kexkökur
 70 g brætt smjör
Súkkulaðimús uppskrift
 375 g Toblerone súkkulaði
 120 g smjör
 3 egg
 450 ml stífþeyttur rjómi
Toppur og skraut
 300 ml rjómi
 1 msk. Cadbury bökunarkakó
 1 msk. flórsykur
 Ristaðar kókosflögur
 Driscolls Hindber
 Toblerone spænir (t.d hægt að skera með ostaskera af hliðunum)

Leiðbeiningar

Botn
1

Myljið kexið niður í blandara og hellið í skál.

2

Blandið bræddu smjörinu saman við og þjappið síðan í botninn á bökumóti.

3

Kælið á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.

Súkkulaðimús uppskrift
4

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

5

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur til að hitinn rjúki aðeins úr (hrært í af og til). Athugið að það er allt í lagi þó núggatið sé ekki alveg bráðið, það er gott að finna aðeins fyrir því í músinni.

6

Næst eru eggin pískuð saman og bætt saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, hrært vel í á milli.

7

Þá er um 1/3 af rjómanum blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan allri restinni af rjómanum (þetta er gert til þess að músin skilji sig síður).

8

Hellið yfir Oreobotninn og kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

Toppur og skraut
9

Þeytið saman rjóma, kakó og flórsykur þar til rjóminn er stífþeyttur.

10

Smyrjið yfir kælda súkkulaðimúsina og skreytið með kókosflögum, hindberjum og Toblerone spæni.

11

Geymið í kæli fram að notkun.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 18 Oreo kexkökur
 70 g brætt smjör
Súkkulaðimús uppskrift
 375 g Toblerone súkkulaði
 120 g smjör
 3 egg
 450 ml stífþeyttur rjómi
Toppur og skraut
 300 ml rjómi
 1 msk. Cadbury bökunarkakó
 1 msk. flórsykur
 Ristaðar kókosflögur
 Driscolls Hindber
 Toblerone spænir (t.d hægt að skera með ostaskera af hliðunum)

Leiðbeiningar

Botn
1

Myljið kexið niður í blandara og hellið í skál.

2

Blandið bræddu smjörinu saman við og þjappið síðan í botninn á bökumóti.

3

Kælið á meðan súkkulaðimúsin er útbúin.

Súkkulaðimús uppskrift
4

Bræðið gróft saxað Toblerone og smjör yfir vatnsbaði.

5

Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur til að hitinn rjúki aðeins úr (hrært í af og til). Athugið að það er allt í lagi þó núggatið sé ekki alveg bráðið, það er gott að finna aðeins fyrir því í músinni.

6

Næst eru eggin pískuð saman og bætt saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, hrært vel í á milli.

7

Þá er um 1/3 af rjómanum blandað varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan allri restinni af rjómanum (þetta er gert til þess að músin skilji sig síður).

8

Hellið yfir Oreobotninn og kælið í lágmark þrjár klukkustundir (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).

Toppur og skraut
9

Þeytið saman rjóma, kakó og flórsykur þar til rjóminn er stífþeyttur.

10

Smyrjið yfir kælda súkkulaðimúsina og skreytið með kókosflögum, hindberjum og Toblerone spæni.

11

Geymið í kæli fram að notkun.

Draumkennd súkkulaðimús

Aðrar spennandi uppskriftir