Print Options:








Döðlubrauð með kókos- og möndlusmjöri

Magn1 skammtur

Döðlur eru bestar! Eintómar eða í kökur, brauð og jafnvel ósæta rétti líkt og pasta.

 100g döðlur saxaðar
 200ml vatn
 30g smjör
 200g hveiti
 130g púðursykur
 1 1/2 tsk lyftiduft
 1/2 tsk matarsódi
 100g kókos & möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel
 1 egg
 1/4 tsk salt
1

Smyrjið ílangt bökunarform í millistærð og setjið deigið út í. Bakið í miðjum ofni í 50 mín, gæti verið misjafnt eftir ofnum. Fylgist bara vel með og aukið tímann ef þarf.

2

Hitið vatn í potti að suðu og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið er bráðið bætið döðlum út í og látið mýkjast aðeins í vatninu. Setjið blönduna í hrærivél.

3

Blandið restinni af innihaldsefnum saman við og hrærið þar til deigið er samfellt.

4

Kælið döðlubrauðið á grind og mæli með því að bera það fram með smjöri eða jafnvel þeyttum rjóma.