Döðlubrauð með kókos- og möndlusmjöri

    

október 12, 2020

Döðlur eru bestar! Eintómar eða í kökur, brauð og jafnvel ósæta rétti líkt og pasta.

Hráefni

100g döðlur saxaðar

200ml vatn

30g smjör

200g hveiti

130g púðursykur

1 1/2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

100g kókos & möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel

1 egg

1/4 tsk salt

Leiðbeiningar

1Smyrjið ílangt bökunarform í millistærð og setjið deigið út í. Bakið í miðjum ofni í 50 mín, gæti verið misjafnt eftir ofnum. Fylgist bara vel með og aukið tímann ef þarf.

2Hitið vatn í potti að suðu og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið er bráðið bætið döðlum út í og látið mýkjast aðeins í vatninu. Setjið blönduna í hrærivél.

3Blandið restinni af innihaldsefnum saman við og hrærið þar til deigið er samfellt.

4Kælið döðlubrauðið á grind og mæli með því að bera það fram með smjöri eða jafnvel þeyttum rjóma.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.