Print Options:








Djúsí súkkulaði BROWNIE

Magn12 skammtar

Almáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!

 120 g smjör
 150 g dökkt súkkulaði
 250 g Milka Daim súkkulaði
 180 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 3 stk egg
 100 g hveiti
 100 g OREO Crumbs
1

Hitið ofninn í 160°C.

2

Bræðið smjör, dökkt súkkulaði og 150 g af Milka Daim súkkulaðinu saman í potti við vægan hita. Það er allt í lagi að Daimið sé enn í bitum en þegar súkkulaðið er bráðið má slökkva á hellunni og leyfa hitanum að rjúka aðeins úr á meðan önnur hráefni eru vigtuð og undirbúin.

3

Klæðið ferkantað bökunarmót (um 25 x 25 cm) að innan með bökunarpappír, spreyið smá matarolíuspreyi í botninn og geymið þar til deigið er tilbúið.

4

Saxið 100 g af Milka Daim súkkulaði gróft niður og leggið til hliðar.

5

Setjið súkkulaðiblönduna í hrærivélarskálina og hrærið púðursykri og vanilludropum saman við.

6

Því næst má setja eggin saman við, eitt í einu og hræra og skafa niður á milli.

7

Þá fer hveitið saman við og hrærið þar til slétt deig hefur myndast og blandið að lokum söxuðu Milka Daim súkkulaðinu varlega saman við.

8

Hellið deiginu í bökunarmótið og stráið Oreo Crumbs yfir allt.

9

Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

10

Kælið kökuna alveg, lyftið henni þá upp úr með því að halda í bökunarpappírinn og skerið síðan í bita.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 12