fbpx

Djúsí súkkulaði BROWNIE

Almáttugur minn, þessi kaka! Sjúklega djúsí og klístruð með ríku súkkulaðibragði, alveg eins og svona kökur eiga að vera, namm!

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 120 g smjör
 150 g dökkt súkkulaði
 250 g Milka Daim súkkulaði
 180 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 3 stk egg
 100 g hveiti
 100 g OREO Crumbs

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C.

2

Bræðið smjör, dökkt súkkulaði og 150 g af Milka Daim súkkulaðinu saman í potti við vægan hita. Það er allt í lagi að Daimið sé enn í bitum en þegar súkkulaðið er bráðið má slökkva á hellunni og leyfa hitanum að rjúka aðeins úr á meðan önnur hráefni eru vigtuð og undirbúin.

3

Klæðið ferkantað bökunarmót (um 25 x 25 cm) að innan með bökunarpappír, spreyið smá matarolíuspreyi í botninn og geymið þar til deigið er tilbúið.

4

Saxið 100 g af Milka Daim súkkulaði gróft niður og leggið til hliðar.

5

Setjið súkkulaðiblönduna í hrærivélarskálina og hrærið púðursykri og vanilludropum saman við.

6

Því næst má setja eggin saman við, eitt í einu og hræra og skafa niður á milli.

7

Þá fer hveitið saman við og hrærið þar til slétt deig hefur myndast og blandið að lokum söxuðu Milka Daim súkkulaðinu varlega saman við.

8

Hellið deiginu í bökunarmótið og stráið Oreo Crumbs yfir allt.

9

Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

10

Kælið kökuna alveg, lyftið henni þá upp úr með því að halda í bökunarpappírinn og skerið síðan í bita.


DeilaTístaVista

Hráefni

 120 g smjör
 150 g dökkt súkkulaði
 250 g Milka Daim súkkulaði
 180 g púðursykur
 2 tsk vanilludropar
 3 stk egg
 100 g hveiti
 100 g OREO Crumbs

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 160°C.

2

Bræðið smjör, dökkt súkkulaði og 150 g af Milka Daim súkkulaðinu saman í potti við vægan hita. Það er allt í lagi að Daimið sé enn í bitum en þegar súkkulaðið er bráðið má slökkva á hellunni og leyfa hitanum að rjúka aðeins úr á meðan önnur hráefni eru vigtuð og undirbúin.

3

Klæðið ferkantað bökunarmót (um 25 x 25 cm) að innan með bökunarpappír, spreyið smá matarolíuspreyi í botninn og geymið þar til deigið er tilbúið.

4

Saxið 100 g af Milka Daim súkkulaði gróft niður og leggið til hliðar.

5

Setjið súkkulaðiblönduna í hrærivélarskálina og hrærið púðursykri og vanilludropum saman við.

6

Því næst má setja eggin saman við, eitt í einu og hræra og skafa niður á milli.

7

Þá fer hveitið saman við og hrærið þar til slétt deig hefur myndast og blandið að lokum söxuðu Milka Daim súkkulaðinu varlega saman við.

8

Hellið deiginu í bökunarmótið og stráið Oreo Crumbs yfir allt.

9

Bakið í um 35-40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

10

Kælið kökuna alveg, lyftið henni þá upp úr með því að halda í bökunarpappírinn og skerið síðan í bita.

Djúsí súkkulaði BROWNIE

Aðrar spennandi uppskriftir