Grillréttir, Kjúklingaréttir, Pasta Ítalskt
september 22, 2020
Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling.
4 kjúklingabringur
300g De Cecco Penne pasta
1 krukka Filippo Berio Chargrilled Pepper pesto
3 heilir hvítlauksgeirar
1 Philadelphia Orginal rjómaostur
1/2l Rjómi
1msk Oscar grænmetiskraftur
2dl Parmareggio parmesan ostur
SPG krydd frá BBQ kónginum eftir smekk
Salt og Pipar eftir smekk
Ferskt basil
1Byrjið á því að skera kjúklingabringurnar í minni bita og veltið upp úr pestóinu og bætið smá salti út á
2Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum
3Fínsaxið hvítlaukinn og mýkið á pönnu
4Bætið út á pönnuna 1/2l af rjóma og heilli öskju af Philadelphia Orginal
5Bætið svo við 1msk af grænmetiskrafti frá Oscar
6Leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita
7Grillið kjúklingalærin þar til að þau hafa fengið smá lit
8Bætið kjúklingnum síðan út á pönnuna og leyfið honum að klárast þar (c.a 5min)
9Bætið pastanu út í sósuna
10Í lokin er bætt við 2dl af Parmareggio og hrært saman við
11Skreytt með ferskri basil og Parmareggio
Athugið
1Það er bæði hægt að elda þennan rétt allan inni eða á grillinu
2
Uppskrift frá BBQ kónginum á Instagram.