Pasta
júní 3, 2020
Pasta í dásamlegri ostasósu, ofnbakað með nautahakki. Gerist ekki betra.
500 g nautahakk
250 g tómatpassata
2-3 msk tómatpúrra
1/2 laukur
2 hvítlauksrif, pressuð
Kjötkraftur
Salt og pipar
400 g penne pasta frá De Cecco
3 egg
4 msk steinselja
1 ½ dl Parmigiano-Reggiano
4 msk smjör
2 dl kotasæla
1 Philadelphia ostur
Rifinn mozzarella ostur
1Byrjið á að skera laukinn smátt og steikið hann við vægan hita. Bætið nautahakkinu út í og steikið.
2Blandið tómatpassata, hvítlauk og kjötkrafti saman við nautahakkið. Saltið og piprið eftir smekk.
3Sjóðið penne pasta eftir leiðbeiningum á pakkningu.
4Skerið steinselju og rífið Parmigiano. Þeytið eggin, steinseljuna og Parmigiano saman í skál.
5Sigtið vatnið frá pastanu og setjið aftur í pottinn.
6Bætið smjöri og eggjablöndu út í og hrærið. Hrærið kotasælu og rjómaosti út í og setjið pastablönduna í eldfast mót.
7Smyrjið nautahakkinu ofan á pastað og stráið mozzarella osti yfir.
8Bakið í 15-20 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðnaður. Gott að bera fram með fersku salati.
Uppskrift frá Hildi hjá Trendnet