Við sem kunnum að meta klassískar möndlukökur með bleiku kremi og allra handa snúða þurfum að baka þessa ansi reglulega! Algjörlega ómótstæðilegir með góðu möndlubragði og djúsí marsípan fyllingu. Snúðarnir eru vegan og ég nota Oatly haframjólkina í þá sem gerir þá alveg fullkomna. Svo auðvitað er haframjólkin ómissandi með nýbökuðum snúðunum en þá er best að hafa hana alveg ískalda, helst við frostmark. Þessa verðið þið bara að prófa!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið 300g af hveitinu, sykurinn, þurrger og salt saman í hrærivélaskál og festið krókinn á vélina.
Setjið vegan smjörið í lítinn pott og bræðið rólega. Setjið haframjólkina og möndludropana út í og slökkvið undir. Blandan ætti að vera fingurvolg en ef hún er heitari látið hana þá kólna niður í 37°C.
Kveikið á hrærivélinni og hellið smjör/mjólkurblönduna rólega saman við, látið hana hnoða deigið í nokkrar mín og setjið restina af hveitinu rólega saman við í smá skömmtum. Látið vélina hnoða deigið í 5 mínútur í viðbót.
Takið þá deigið upp úr, spreyið aðeins olíuspreyi ofan í skálina, setjið deigið ofan í og spreyið aðeins yfir deigið og hyljið skálina með röku viskustykki eða plastfilmu. Hefið í 45 mín. Á meðan deigið hefast er gott að undirbúa fyllinguna.
Setjið öll hráefnin í fyllinguna saman í skál og hrærið saman.
Þegar deigið hefur hefast takið þá deigið úr skálinni og setjið á borð. Fletjið út í góðan ferhyrning og smyrjið fyllingunni á. Skiljið eftir smá rönd neðst.
Rúllið upp og skerið í 12 snúða. Smyrjið ofnfast mót og raðið snúðunum í mótið.
Stillið ofninn á lægstu stillingu og úðið ofninn að innan með vatni og úðið einnig aðeins yfir snúðana. Látið hefast í ofni í 35 mín.
Takið snúðana út og hitið ofninn í 190°C. Bakið í 17-20 mín eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.
Á meðan snúðarnir eru að bakast er gott að útbúa kremið. Setjið öll innihaldsefnin í kremið í skál og þeytið með handþeytara.
Takið snúðana út og látið mesta hitann rjúka úr þeim. Smyrjið kreminu á þá og stráið möndluflögum yfir.
Njótið með glasi af ískaldri haframjólk.
Uppskrift eftir Völlu Gröndal
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið 300g af hveitinu, sykurinn, þurrger og salt saman í hrærivélaskál og festið krókinn á vélina.
Setjið vegan smjörið í lítinn pott og bræðið rólega. Setjið haframjólkina og möndludropana út í og slökkvið undir. Blandan ætti að vera fingurvolg en ef hún er heitari látið hana þá kólna niður í 37°C.
Kveikið á hrærivélinni og hellið smjör/mjólkurblönduna rólega saman við, látið hana hnoða deigið í nokkrar mín og setjið restina af hveitinu rólega saman við í smá skömmtum. Látið vélina hnoða deigið í 5 mínútur í viðbót.
Takið þá deigið upp úr, spreyið aðeins olíuspreyi ofan í skálina, setjið deigið ofan í og spreyið aðeins yfir deigið og hyljið skálina með röku viskustykki eða plastfilmu. Hefið í 45 mín. Á meðan deigið hefast er gott að undirbúa fyllinguna.
Setjið öll hráefnin í fyllinguna saman í skál og hrærið saman.
Þegar deigið hefur hefast takið þá deigið úr skálinni og setjið á borð. Fletjið út í góðan ferhyrning og smyrjið fyllingunni á. Skiljið eftir smá rönd neðst.
Rúllið upp og skerið í 12 snúða. Smyrjið ofnfast mót og raðið snúðunum í mótið.
Stillið ofninn á lægstu stillingu og úðið ofninn að innan með vatni og úðið einnig aðeins yfir snúðana. Látið hefast í ofni í 35 mín.
Takið snúðana út og hitið ofninn í 190°C. Bakið í 17-20 mín eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.
Á meðan snúðarnir eru að bakast er gott að útbúa kremið. Setjið öll innihaldsefnin í kremið í skál og þeytið með handþeytara.
Takið snúðana út og látið mesta hitann rjúka úr þeim. Smyrjið kreminu á þá og stráið möndluflögum yfir.
Njótið með glasi af ískaldri haframjólk.