Þerrið kjúklingalundirnar og blandið öllum þurrefnunum saman í skál.
Pískið bjórinn saman við þurrefnin þar til kekkjalaus blanda hefur myndast.
Hellið kjúklingalundunum í blönduna og veltið henni upp úr með sleikju
Hitið olíuna í um 170-180°C og steikið nokkrar lundir í senn.
Hitinn rokkaði hjá mér frá 150-190° á meðan á steikingu stóð og hægt er að steikja nokkrar lundir í einu í nokkrar mínútur í senn. Ég byrjaði með hæstu hitastillingu á meðan olían var að ná upp hita og lækkaði síðan úr 9 niður í 5-7 allan tímann eftir það (ef þið eruð ekki með hitamæli).
Leggið lundirnar á grind/pappír til að mesta fitan leki af og þær haldi stökkleika sínum.
Njótið með frönskum og sinnepssósu.
Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.